Fótbolti

F-riðill: Spánverjar jafnir Svíum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Spænska landsliðið fagnar.
Spænska landsliðið fagnar.

Spánn vann 2-0 sigur á Lettlandi á heimavelli sínum í kvöld. Þar með komust Spánverjar upp að hlið Svía á toppi riðils okkar Íslendinga. Spánverjar og Svíar hafa nítján stig en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni.

Spánverjar hafa líklega verið hæstánægðir með úrslit kvöldsins á Laugardalsvelli en það voru Xavi og Fernando Torres sem skorðu mörk þeirra gegn Lettum. Danir áttu ekki í vandræðum með Liechtenstein og unnu 4-0.

Morten Nordstrand skoraði tvö mörk fyrir danska liðið en hin mörkin gerðu Martin Laursen og John Dahl Tomasson. Öll mörkin fjögur komu í fyrri hálfleik.

Úrslit kvöldsins í F-riðli:

Ísland - Norður Írland 2-1

Danmörk - Liechtenstein 4-0

Spánn - Lettland 2-0

Staðan: (Leikir) - Stig

1. Svíþjóð (8) - 19

2. Spánn (9) - 19

3. Norður-Írland (9) - 16

4. Danmörk (8) - 14

5. Ísland (9) - 8

6. Lettland (8) - 6

7. Liechtenstein (9) - 4










Fleiri fréttir

Sjá meira


×