Fótbolti

Baird: Vorum of sigurvissir gegn Lettum

NordicPhotos/GettyImages

Fyrirliðinn Chris Baird viðurkennir að Norður-Írar hafi verið of sigurvissir í leiknum gegn Lettum um helgina en biður landa sína að missa ekki trú á landsliðinu. Baird varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem réði úrslitum í þeim leik.

"Sjálfsmarkið var barar mistök og það getur vel verið að ég eigi eftir að skora annað sjálfsmark - það þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Svona lagað gerist í fótbolta. Kannski vorum við of sigurvissir gegn Lettum og við verðum bara að læra af þessum mistökum. Það er annar leikur á miðvikudaginn og þar verðum við að ná í þrjú stig," sagði Baird í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "Ég vona bara að menn missi ekki trú á okkur þrátt fyrir þessi úrslit og ef við komumst áfram í úrslitakeppni EM held ég að allir verði ánægðir," sagði fyrirliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×