Mikið um pústra og almenna ölvun í miðborginni 9. september 2007 10:44 Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt líkt og fyrri nótt. Alls voru 25 manns teknir vegna ýmissa brota og fengu tveir að gista fangageymslur lögreglunnar. Mikið var um pústra og ölvun í miðborginni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var fólk tekið fyrir hin ótrúlegustu brot. Þar á meðal fyrir að kasta þvagi og ganga örna sinna á almannafæri. Þá voru einnig nokkrir teknir fyrir að brjóta glös og flöskur í miðborginni. Um klukkan hálfþrjú bað maður á Lækjargötu um aðstoð lögreglu eftir að hann var laminn í höfuðið. Maðurinn fékk skurð í andlitið og var fluttur á slysadeild. Árásarmenn fundust ekki. Um hálftíma síðar barst tilkynning frá manni við veitingastað Dominos við Stórhöfða. Hafði sá orðið fyrir árás þriggja manna og hafði fengið skrámur í andlit. Hann var fluttur á slysadeild. Að sögn lögreglunnar voru árásarmennirnir á bak og burt en eitthvað er vitað um þá. Þá barst lögreglunni beiðni um klukkan þrjú í nótt frá manni við veitingastaðinn Vínbarinn við Kirkjutorg en sá sagði að fimm manns hefðu ráðist á sig. Manninum var ekið á slysadeild en ekki lágu fyrir upplýsingar um meiðsl hans. Árásarmennirnir voru farnir þegar lögregluna bar að garði. Laust eftir klukkan sex í morgun barst lögreglunni tilkynning um að kona á fertugsaldri lægi ofurölvi við veitingastaðinn Dubliners í Hafnarstræti. Konan var flutt á lögreglustöð og þar ákveðið að hún skyldi fara heim. Þegar lögreglukona var að vísa konunni út reif konan í hár lögreglukonunnar og skellti henni í götuna. Við það var konan handtekin og sett í fangaklefa. Ekki er vitað afhverju hún réðst á lögreglukonuna. Konan, sem einnig er tveggja barna móðir, haði verið viðskotaill og sérstaklega dónaleg að sögn lögreglunnar áður en til átakanna kom. Lögreglukonan var í aum hársverði og andliti eftir átökin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var viðbúnaður lögreglunnar í miðbænum með sama hætti og í fyrrinótt. Fjórir sérveitarmenn og fimm lögregluþjónar úr lögregluliði höfuðborgarinnar aðstoðuðu þá sem venjulega eru á eftirliti í miðborginni. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt líkt og fyrri nótt. Alls voru 25 manns teknir vegna ýmissa brota og fengu tveir að gista fangageymslur lögreglunnar. Mikið var um pústra og ölvun í miðborginni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var fólk tekið fyrir hin ótrúlegustu brot. Þar á meðal fyrir að kasta þvagi og ganga örna sinna á almannafæri. Þá voru einnig nokkrir teknir fyrir að brjóta glös og flöskur í miðborginni. Um klukkan hálfþrjú bað maður á Lækjargötu um aðstoð lögreglu eftir að hann var laminn í höfuðið. Maðurinn fékk skurð í andlitið og var fluttur á slysadeild. Árásarmenn fundust ekki. Um hálftíma síðar barst tilkynning frá manni við veitingastað Dominos við Stórhöfða. Hafði sá orðið fyrir árás þriggja manna og hafði fengið skrámur í andlit. Hann var fluttur á slysadeild. Að sögn lögreglunnar voru árásarmennirnir á bak og burt en eitthvað er vitað um þá. Þá barst lögreglunni beiðni um klukkan þrjú í nótt frá manni við veitingastaðinn Vínbarinn við Kirkjutorg en sá sagði að fimm manns hefðu ráðist á sig. Manninum var ekið á slysadeild en ekki lágu fyrir upplýsingar um meiðsl hans. Árásarmennirnir voru farnir þegar lögregluna bar að garði. Laust eftir klukkan sex í morgun barst lögreglunni tilkynning um að kona á fertugsaldri lægi ofurölvi við veitingastaðinn Dubliners í Hafnarstræti. Konan var flutt á lögreglustöð og þar ákveðið að hún skyldi fara heim. Þegar lögreglukona var að vísa konunni út reif konan í hár lögreglukonunnar og skellti henni í götuna. Við það var konan handtekin og sett í fangaklefa. Ekki er vitað afhverju hún réðst á lögreglukonuna. Konan, sem einnig er tveggja barna móðir, haði verið viðskotaill og sérstaklega dónaleg að sögn lögreglunnar áður en til átakanna kom. Lögreglukonan var í aum hársverði og andliti eftir átökin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var viðbúnaður lögreglunnar í miðbænum með sama hætti og í fyrrinótt. Fjórir sérveitarmenn og fimm lögregluþjónar úr lögregluliði höfuðborgarinnar aðstoðuðu þá sem venjulega eru á eftirliti í miðborginni.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira