Innlent

Sigldi á fimm skútur og skemmdi

Bilun í stýrisbúnaði á farþegabát skammt hjá Torfunesbryggju á Akureyri á áttunda tímanum í kvöld varð til þess að báturinn sigldi á fimm seglskútur sem þar lágu. Skúturnar skemmdust allar lítillega að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er ekki vitað hvað olli biluninni sem varð til þess að skipstjórinn missti stjórn á bátnum með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×