Innlent

Uppgjöf sjálfstæðismanna í málefnum leikskólanna

Borgarfulltrúi Samfylkingar segir sjálfstæðismenn hafa gefist upp á að leysa vanda leikskólanna. Einkavæðing þeirra sé ekki lausnin við vandanum heldur þurfi að endurskoða launakjör leikskólastarfsmanna.



Mikið hefur verið fjallað um mannekluvandann á leikskólum borgarinnar að undanförnu. Um 300 börn eru búin að fá pláss hjá leikskólum Reykjavíkur en geta ekki nýtt þau vegna manneklu. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og formaður leikskólaráðs sagði í fréttum stöðvar tvö í gær að hún vildi kanna einkarekstur leikskóla. Þá vildi hún einnig kanna vilja atvinnurekenda til að opna leikskóla fyrir sína starfsmenn í því augnamiði að leysa vandann. Þorgbjörg Helga sagði að einnig kæmi til álita hvort Reykjavíkurborg gæti bætt kjör starfsfólks á leikskólum.

Sigrún Elsa Smáradóttir sem er borgarfulltrúi Samfylkingar og situr í leikskólaráði segir sjálfstæðismenn vera skorast undan vandanum.

Hún segir málflutning þeirra bera vott um uppgjöf við mannekluvandanum og segir einkavæðingu leikskólanna ekki lausnina.

Sigrún Elsa segir brýnt að bæta launakjör leikskólastarfsmanna. Mannekluvandinn sé samfélagslegt verkefni sem taka þurfi á hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×