Innlent

Fjórir sérsveitarmenn við eftirlit og löggæslu í miðborginni í nótt

Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn.
Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn.

Aukin sýnileiki lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt hafði jákvæð áhrif á ástandið að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Fjórir sérsveitarmenn og fimm lögreglumenn úr liði höfuðborgarlögreglunnar voru við eftirlit og löggæslu í miðborginni í nótt til viðbótar þeim lögreglumönnum sem almennt sinna þessu eftirliti.

Þetta kemur fram í tilynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt meðal annars vegna almennar ölvunar og ólæta í miðbænum. Um 20 manns voru handteknir vegna brota á lögreglusamþykkt.

Haft er eftir Jóni Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra, í tilkynningu embættisins að markmiðið með átakinu í nótt hafi verið að koma í veg fyrir óspektir og skemmdarverk og halda uppi lögum og reglum. „Það virðist hafa tekist ágætlega í nótt," er haft eftir Jóni í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×