Innlent

Fundu þrjú grömm af hassi í bifreið

Lögreglan á Blöndósi lagði í dag hald á um þrjú grömm af hassi en efnin fundust í bifreið tveggja ungmenna. Að sögn lögreglu var bíllinn stöðvaður við reglubundið eftirlit. Fólkið þótti hins vegar grunsamlegt og var ákveðið að láta fíkniefnahund leita í bifreiðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blöndósi er um ræða ungt par innan við tvítugt. Bifreiðin var stöðvuð á þjóðveginum skammt frá Blöndósi laust fyrir klukkan tólf í dag. Við yfirheyrslu sagðist fólkið hafa verið að flytja fíkniefnin til Sauðárkrókar fyrir annan mann. Það neitaði hins vegar að gefa upp nafn mannsins. Ungmennin verða kærð fyrir vörslu ólögegra fíkninefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×