Innlent

Pókerspilarar vonast eftir Bermúdaskál

Davíð Hansson: Ánægður með gott gengi sinna manna.
Davíð Hansson: Ánægður með gott gengi sinna manna.

„Við vonum að sjálfsögðu að við fáum aðra Bermúdaskál til landsins," segir Davíð Hansson formaður Pókersambands Íslands en íslenska liðið á heimsbikarmótinu í póker í Barcelona náði í fjögurra liða úrslitin á mótinu. Hefst spilamennska í úrslitunum kl. 16.30 í dag. Hin liðin þrjú eru Rúmenía, Kanada og Bandaríkin.

Landslið Íslands í póker skipa þeir Andri Björgvin Arnþórsson (fyrirliði), Halldór Már Sverrisson, Magnús Jóhannesson, Einar Sveinsson og Friðrik Jörgensen. Þeir hafa spilað vel allt mótið og urðu efstir í úrslitariðlinum með 45 stig, einu stigi á undan Rúmeníu.

„Ég er alveg í skýjunum yfir þessum árangri okkar manna," segir Davíð. „Og við hér í Pókersambandinu vonum að þessi árangur verði lyftistöng fyrir sambandið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×