Innlent

Ók ölvaður upp á stólpa við Ægisíðu

MYND/Guðmundur

Maður ók á stólpa við bensínstöð N-1 við Ægissíðu í nótt og festist bíllinn á stólpanum. Allir úr bílnum voru komnir út að ýta þegar lögregla kom á vettgvang, allir ölvaðir og engin þóttist hafa ekið bílnum. Eigandi bílsins var tekinn úr umferð og vistaður í fangageymslu og kranabíll fjarlægði bílinn en hinir þurftu að ganga heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×