Innlent

Vinna ekki stöðvuð við Hraunveitu Kárahnjúkavirkjunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar.
Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar.

Vinna tveggja undirverktaka Arnarfells, Hunnebeck Polska og GT verktaka við byggingu Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar verður ekki stöðvuð. Samkomulag þess efnis náðist í viðræðum Vinnumálastofnunar og fyrirtækjanna. Þetta staðfesti Gísli Rafnsson, stöðvarstjóri á Hraunaveitu í samtali við Vísi. Gísli vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn eru bara að reyna að vinna vinnuna sína eins og venjulega," segir Gísli. Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna segir að ráðningasamningar og launaseðlar hafi verið lagðir fram á fundinum.

Fulltrúar frá Vinnumálastofnun og lögreglu fóru að Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar í morgun til að stöðva vinnu hjá fyrirtækjunum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, gaf þá skýringu að brotalöm hefði verið á skráningu starfsmanna fyrirtækjanna í þrjá mánuði. Gögn og upplýsingar um starfsmenn þeirra hafi ekki borist þrátt fyrir leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×