Innlent

Meintur dópsali og þjófur ákærður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konan gerði víðreisn í Smáralind.
Konan gerði víðreisn í Smáralind. Mynd/ Visir.is

Tuttugu og níu ára gömul kona frá Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hafa tæp 130 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Konan var tekin með efnið við Sæbraut í Reykjavík þann 16. október í fyrra. Talið er að hún hafi ætlað að selja efnið.

Sama kona hefur verið ákærð fyrir þjófnað úr verslunum í Smáralind í desember síðastliðnum. Talið er að hún hafi stolið golfbuxum úr versluninni Útilíf, skóm úr versluninni Zara og þremur peysum úr versluninni Intersport. Einnig að hún hafi stolið nærbuxum úr Joe Boxer, skóm og nærfatnaði úr versluninni Topshop og fötum og skartgripum úr Debenhams. Verðmæti varningsins sem konan er talin hafa stolið nemur rúmum 70 þúsund krónum.

Málið gegn konunni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×