Innlent

Línubátur strandaði í höfninni við Raufarhöfn

Frá höfninni í Raufarhöfn.
Frá höfninni í Raufarhöfn.

Línubáturinn Rifsnes SH 44 strandaði í höfninni við Raufarhöfn nú á tólfta tímanum þegar hann var að koma inn með afla. Þær upplýsingar fengust hjá hafnarverði á Raufarhöfn að líklega hefði báturinn strandað á sandhól í höfninni en nú er þar háfjara.

Björgunarskipið Gunnbjörg hefur verið ræst út til þess að reyna draga bátinn af strandstað en hafnarvörðurinn átti ekki von á að skipið kæmist á flot fyrr en á flóði sem er klukkan sjö í kvöld.

14 manns eru í áhöfn Rifsnessins, sem Hraðfrystihús Hellisands gerir út, og amar ekkert að þeim. Þeir komast þó ekki í land fyrr en búið er að draga skipið af strandstað. Skipið var sem fyrr segir að koma með afla til hafnar, um 30 tonn af þorski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×