Innlent

Sex konur og einn karl sóttu um Dómkirkjuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýr Dómkirkjuprestur tekur til starfa 1. október.
Nýr Dómkirkjuprestur tekur til starfa 1. október. Mynd/ Daníel R.

Sjö sóttu um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli. Það var auglýst laust til umsóknar í ágústmánuði. Af þessum umsækjendum eru sex konur og einn karl.

Umsækjendur eru:

Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir

Sr. Ása Björk Ólafsdóttir

Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðrún Karlsdóttir

Dr. theol. Rúnar M. Þorsteinsson,

Cand. theol. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir

Sr. Þórhildur Ólafs

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og vígslubiskupsins í Skálholti. Embættið veitist frá 1. október 2007, segir í tilkynningu frá Biskupsstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×