Innlent

Engar ráðstafanir gegn hryðjuverkum á Íslandi þótt ógn steðji að Evrópu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn segir að hryðjuverkaógn sé stöðugt skoðuð.
Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn segir að hryðjuverkaógn sé stöðugt skoðuð.

Það hafa ekki verið gerðar neinar sérstakar ráðstafanir gegn hryðjuverkjum hér á landi undanfarna daga að sögn Jóns Bjartmarz yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Ýmsar vísbendingar eru um að hryðjuverk hafi verið í undirbúningi í nágrannalöndunum á síðustu dögum.

„Það hefur ekki komið til neinna ráðstafana af okkar hálfu. En það er hlutverk greiningadeildar ríkislögreglustjóra að fylgjast með skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Þannig að við erum sífellt með þessi mál í skoðun," segir Jón.

Greint var frá því fyrr í vikunni að þrír menn hafi verið handteknir í Þýskalandi. Þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á tveimur stöðum í Þýskalandi. Þá handtók danska leyniþjónustan átta grunaða hryðjuverkamenn í Kaupmannahöfn, sem eru sagðir tengjast al Qaeda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×