Innlent

Tveir af hverjum þremur andvígir sölu orkufyrirtækja

MYND/Róbert

Nærri tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru andvígir sölu opinberra orkufyrirtækja til einkaaðila og innan við fjórðungur hlynntur sölu þeirra. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem getið er á heimasíðu fyrirtækisins.

Til samanburðar voru 55 prósent andvíg einkavæðingu Landsvirkjunar í Þjóðarpúlsi Gallup í desember 2005. Fjórðungur karla er hlynntur sölu orkufyrirtækja en fimmtungur kvenna. Um leið eru 65 prósent karla andvígir og 61 prósent kvenna, en fleiri konur eru hvorki hlynntar né andvígar sölu orkufyrirtækja. Könnun Gallups leiðir enn fremur í ljós að nærri þrír af hverjum fjórum telja að sala opinberra orkufyrirtækja leiði til hærra orkuverðs, en 15 prósent telja að sala orkufyrirtækja leiði af sér lækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×