Segir starfsmannahús Impregilo ekki söluhæf Björn Gíslason skrifar 6. september 2007 16:39 MYND/Stöð 2 „Þessi hús eru óskaplega léleg og standast engan veginn íslenskar samþykktir. Það hefur verið tjaslað mikið við þau enda hafa þau bæði lekið og blásið í gengum þau," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um starfsmannahúsin við Kárahnjúka sem Impregilo hyggst selja á almennum markaði. Talsmaður Impregilo undrast málatilbúnað Samiðnar. Miðstjórn Samiðnar sendi í dag frá sér ályktun þar sem félagið lýsir furðu og vonbrigðum með að búðirnar séu settar á sölu á almennum markaði. Þorbjörn bendir á að vegna þess að húsin hafi verið sett upp á virkjanasvæði hafi byggingaryfirvöld ekki þurft að taka þau út en mikil vandræði hafi fylgt húsunum. Telur hann afar ólíklegt að húsin yrðu samþykkt miðað við ástand og gæði húsanna. Þorbjörn segir að Samiðn hafi staðið í deilum við Impregilo þegar húsin hafi verið sett upp enda hafi húsin ekki verið hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. „Það snjóaði inn í þau og þegar hélaði lak þakið niður í vistaverur starfsmanna. Svo er einangrunin í húsunum mjög lítil," segir Þorbjörn en bendir á að reynt hafi verið að þétta þau og tvöfalda þakið þannig að þau hafi haldið síðustu tvö ár. Verið að gabba fólk Þorbjörn telur að með sölunni sé verið að gabba fólk. „Við viljum vekja athygli fólks á þessu því það þarf sjálft að sækja húsin upp á öræfi. Það Það er slæmt ef það kaupir hús sem það fær svo aldrei samþykkt hjá bygginaryfirvöldum," segir Þorbjörn og telur húsin hvorki hæfa sem vinnubúðir né sumarhús. Miðstjórn Samiðnar beinir í ályktun sinni því til Landsvirkjunar og byggingaryfirvalda að tryggja að húsin verði fjarlægð og flutt úr landi. Þorbjörn segir að annaðhvort verði að gera það eða eyðileggja húsin. Þá segir hann aðspurður að Impregilo sé að hluta til að koma sér hjá því að hreinsa svæðið en mikilvægt sé að tryggt verði að fyrirtækið gangi vel frá sínum málum. Ályktanir um samþykki hleypidómar eða ósvífin aðgerð Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, vísaði í samtali við fréttastofu á blogg sitt þar sem hann svarar ásökunum Samiðnar. Þar sakar hann Samiðn um einkennilegan málatilbúnað. „Við undirbúning á sölu þessara starfsmannabúða hefur Impregilo tekið eftirfarandi fram: -Vilji fólk kaupa einstaka skála ber að kanna hjá byggingafulltrúa og heilbrigðisyfirvöldum viðkomandi sveitarfélags, hvort leyfi fáist fyrir notkun búðanna. -Kaupendur verða að uppfylla viss skilyrði og öll íslensk lög, þegar það kemur að því að taka niður búðirnar," segir Ómar. Ómar segir enn fremur að með því að beina því til ýmissa aðila að tryggja að Impregilo gangi frá þeim svæðum þar sem starfsmannabúðirnar hafa verið starfræktar eins og samningar geri ráð fyrir sé miðstjórn Samiðnar að gefa í skyn að fyrirtækið hyggist ekki gera það. Þá segir hann ályktanir Samiðnar um möguleg og ómöguleg samþykki yfirvalda fyrir húsunum í besta falli hleypidómar og í versta falli óskiljanleg og ósvífin aðgerð til þess að bregða fæti fyrir Impregilo. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
„Þessi hús eru óskaplega léleg og standast engan veginn íslenskar samþykktir. Það hefur verið tjaslað mikið við þau enda hafa þau bæði lekið og blásið í gengum þau," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um starfsmannahúsin við Kárahnjúka sem Impregilo hyggst selja á almennum markaði. Talsmaður Impregilo undrast málatilbúnað Samiðnar. Miðstjórn Samiðnar sendi í dag frá sér ályktun þar sem félagið lýsir furðu og vonbrigðum með að búðirnar séu settar á sölu á almennum markaði. Þorbjörn bendir á að vegna þess að húsin hafi verið sett upp á virkjanasvæði hafi byggingaryfirvöld ekki þurft að taka þau út en mikil vandræði hafi fylgt húsunum. Telur hann afar ólíklegt að húsin yrðu samþykkt miðað við ástand og gæði húsanna. Þorbjörn segir að Samiðn hafi staðið í deilum við Impregilo þegar húsin hafi verið sett upp enda hafi húsin ekki verið hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. „Það snjóaði inn í þau og þegar hélaði lak þakið niður í vistaverur starfsmanna. Svo er einangrunin í húsunum mjög lítil," segir Þorbjörn en bendir á að reynt hafi verið að þétta þau og tvöfalda þakið þannig að þau hafi haldið síðustu tvö ár. Verið að gabba fólk Þorbjörn telur að með sölunni sé verið að gabba fólk. „Við viljum vekja athygli fólks á þessu því það þarf sjálft að sækja húsin upp á öræfi. Það Það er slæmt ef það kaupir hús sem það fær svo aldrei samþykkt hjá bygginaryfirvöldum," segir Þorbjörn og telur húsin hvorki hæfa sem vinnubúðir né sumarhús. Miðstjórn Samiðnar beinir í ályktun sinni því til Landsvirkjunar og byggingaryfirvalda að tryggja að húsin verði fjarlægð og flutt úr landi. Þorbjörn segir að annaðhvort verði að gera það eða eyðileggja húsin. Þá segir hann aðspurður að Impregilo sé að hluta til að koma sér hjá því að hreinsa svæðið en mikilvægt sé að tryggt verði að fyrirtækið gangi vel frá sínum málum. Ályktanir um samþykki hleypidómar eða ósvífin aðgerð Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, vísaði í samtali við fréttastofu á blogg sitt þar sem hann svarar ásökunum Samiðnar. Þar sakar hann Samiðn um einkennilegan málatilbúnað. „Við undirbúning á sölu þessara starfsmannabúða hefur Impregilo tekið eftirfarandi fram: -Vilji fólk kaupa einstaka skála ber að kanna hjá byggingafulltrúa og heilbrigðisyfirvöldum viðkomandi sveitarfélags, hvort leyfi fáist fyrir notkun búðanna. -Kaupendur verða að uppfylla viss skilyrði og öll íslensk lög, þegar það kemur að því að taka niður búðirnar," segir Ómar. Ómar segir enn fremur að með því að beina því til ýmissa aðila að tryggja að Impregilo gangi frá þeim svæðum þar sem starfsmannabúðirnar hafa verið starfræktar eins og samningar geri ráð fyrir sé miðstjórn Samiðnar að gefa í skyn að fyrirtækið hyggist ekki gera það. Þá segir hann ályktanir Samiðnar um möguleg og ómöguleg samþykki yfirvalda fyrir húsunum í besta falli hleypidómar og í versta falli óskiljanleg og ósvífin aðgerð til þess að bregða fæti fyrir Impregilo.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira