Innlent

Helmingur bíla ók of hratt

Helmingur allra bíla, sem ekið var um Ártúnsbrekku síðastliðinn þriðjudag, var á of miklum hraða samkvæmt mælingum lögreglu.

Þar er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund en tæplega þrjú þúsund bílar mældust á bilinu 90 til hundrað.

Mestur var hraðinn utan álagstíma um morguninn og svo síðdegis.  Sá sem hraðast fór, mældist á 173 kílómetra hraða , eða ríflega tvöföldum hámarkshraða. Alls fóru 87 þúsund bílar um Ártúnsbrekkuna þennan daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×