Umferðarálag við þolmörk í Ártúnsbrekku Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2007 18:30 Umferð um Ártúnsbrekku í Reykjavík um háannatímann á morgnana er alveg við þolmörk þess sem vegurinn ber, að mati sérfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Sundabraut mun taka allt að þriðjung þeirra umferðar þegar hún verður komin í gagnið. Með aukinni bílaeign og auknum íbúafjölda í ákveðnum úthverfum borgarinnar, hefur umferð um stofnæðar borgarinnar þyngst hröðum skrefum undanfarin ár. Þeir sem búa á Suðurnesjum, Hafnarfirði og Kópavogi og sækja vinnu eða skóla inn í vesturhluta Reykjavíkur þurfa því að ætla sér lengri tíma en áður til að komast á vinnustað. Um átta leytið í morgun var bíll við bíl á Kringlumýrarbrautinni á leið inn í borgina. Sömu sögu var að segja í Ártúnsbrekku. Nær samfelld umferð var þaðan niður eftir allri Miklubraut vestur í bæ. Umferðin í Ártúnsbrekku er mjög mikil á háannatímanum á morgnana. Spurningin er hvort hér sé um eðlilega þróun að ræða frá bæ í borg, eða hvort þessi hluti samgöngukerfisins sé einfaldlega sprunginn. Ólafur Bjarnason aðstoðar sviðsstjóri hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að töluvert þurfi að gera til að auka flutningsgetu þessara leiða. Á vissum tímum á morgnana þegar allir leggi af staða á sama tíma, myndist langar raðir og það taki sinn tíma að fara þessa leið. Ólafur segir að hver akrein í Ártúnsbrekkunni beri um 1.500 bíla á klukkustund sem þýði að þegar umferðin er hvað mest milli klukkan hálf átta og níu á morgnana sé hún alveg við þolmörk sín. Nú þegar hafi verið rætt að byggja mislæg gatnamót við Miklubraut og kringlumýrarbraut. Þá sé í umræðunni að gera stokka meðfram Lönguhlíð, sem sé einn þrengsti og erfiðasti staðurinn. Mest munar þó um Sundabraut sem mun taka um þriðjung af þeirri umferð sem fer um Ártúnsbrekku í dag. En á morgnana þrýstist umferð úr hverfum í austurhluta borgarinnar nær öll inn á þessa einu umferðaræð. Ólafur segir að umferðin sé lítil milli sjö og hálf átta og því megi liðka til á þessu svæði ef fólk legði fyrr af stað á morgnana, fleiri í hverjum bíl og að fleiri nýttu sér strætó. Vegfarendur voru almennt rólegir þótt umferðin gengi hægt í morgun. Einn þeirra sem fréttastofan ræddi við, Rakel Hreinsdóttir, sagðist þó vakna hálftíma fyrr á morgnana eftir að sumarleyfum lauk, til að komast tímalega í vinnuna. Í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu kemur fram að heildarsala á bílum í ágúst síðastliðnum var 2.141á móti 1.498 í sama mánuði í fyrra. það er aukning milli þessara águstmánaða upp á 43%. Þrátt fyrir þetta hefur heildarsala á nýjum bílum dregist saman um 11,9% fyrstu átta mánuði þessa árs, miðað við sama tímabil árið 2006. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Umferð um Ártúnsbrekku í Reykjavík um háannatímann á morgnana er alveg við þolmörk þess sem vegurinn ber, að mati sérfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Sundabraut mun taka allt að þriðjung þeirra umferðar þegar hún verður komin í gagnið. Með aukinni bílaeign og auknum íbúafjölda í ákveðnum úthverfum borgarinnar, hefur umferð um stofnæðar borgarinnar þyngst hröðum skrefum undanfarin ár. Þeir sem búa á Suðurnesjum, Hafnarfirði og Kópavogi og sækja vinnu eða skóla inn í vesturhluta Reykjavíkur þurfa því að ætla sér lengri tíma en áður til að komast á vinnustað. Um átta leytið í morgun var bíll við bíl á Kringlumýrarbrautinni á leið inn í borgina. Sömu sögu var að segja í Ártúnsbrekku. Nær samfelld umferð var þaðan niður eftir allri Miklubraut vestur í bæ. Umferðin í Ártúnsbrekku er mjög mikil á háannatímanum á morgnana. Spurningin er hvort hér sé um eðlilega þróun að ræða frá bæ í borg, eða hvort þessi hluti samgöngukerfisins sé einfaldlega sprunginn. Ólafur Bjarnason aðstoðar sviðsstjóri hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að töluvert þurfi að gera til að auka flutningsgetu þessara leiða. Á vissum tímum á morgnana þegar allir leggi af staða á sama tíma, myndist langar raðir og það taki sinn tíma að fara þessa leið. Ólafur segir að hver akrein í Ártúnsbrekkunni beri um 1.500 bíla á klukkustund sem þýði að þegar umferðin er hvað mest milli klukkan hálf átta og níu á morgnana sé hún alveg við þolmörk sín. Nú þegar hafi verið rætt að byggja mislæg gatnamót við Miklubraut og kringlumýrarbraut. Þá sé í umræðunni að gera stokka meðfram Lönguhlíð, sem sé einn þrengsti og erfiðasti staðurinn. Mest munar þó um Sundabraut sem mun taka um þriðjung af þeirri umferð sem fer um Ártúnsbrekku í dag. En á morgnana þrýstist umferð úr hverfum í austurhluta borgarinnar nær öll inn á þessa einu umferðaræð. Ólafur segir að umferðin sé lítil milli sjö og hálf átta og því megi liðka til á þessu svæði ef fólk legði fyrr af stað á morgnana, fleiri í hverjum bíl og að fleiri nýttu sér strætó. Vegfarendur voru almennt rólegir þótt umferðin gengi hægt í morgun. Einn þeirra sem fréttastofan ræddi við, Rakel Hreinsdóttir, sagðist þó vakna hálftíma fyrr á morgnana eftir að sumarleyfum lauk, til að komast tímalega í vinnuna. Í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu kemur fram að heildarsala á bílum í ágúst síðastliðnum var 2.141á móti 1.498 í sama mánuði í fyrra. það er aukning milli þessara águstmánaða upp á 43%. Þrátt fyrir þetta hefur heildarsala á nýjum bílum dregist saman um 11,9% fyrstu átta mánuði þessa árs, miðað við sama tímabil árið 2006.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira