Segja vísindaveiðar hafa verið stundaðar innan hvalaskoðunarsvæða 29. ágúst 2007 13:02 Hvalaskoðunarsamtökin segja að þetta kort af Íslandi, sem sett sé saman upp úr gögnum af vef Hafrannsóknastofnunar um veiddar hrefnur á síðustu fjórum árum, sýni að vísindaveiðar hafi farið fram innan hvalaskoðunarsvæða, sem eru merkt bláu. Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á Kristján Möller ráðherra ferðamála og Össur Skarphéðinsson tilvonandi ferðamálaráðherra að hlutast til um að ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út kvóta til hrefnuveiða fyrir innanlandsmarkað verði endurskoðuð. Samtökin segja vísindaveiðar hér við land hafa skaðað hvalaskoðun til landsins og veiðar hafi verið stundaðar innan hvalaskoðunarsvæða. Bent er á í tilkynningu frá Hvalaskoðunarsamtökunum að frá því að vísindaveiðar hafi hafist hér við land árið 2003 hafi hrefnum fækkað stórlega á þeim svæðum sem hvalaskoðun er stunduð. Jafnframt hafi þeim tilfellum sem tekst að sýna hrefnur í návígi fækkað. Samkvæmt upplýsingum á vef Hafrannsóknarstofnunar hafi tugir dýra verið skotnir innan hvalaskoðunarsvæða þrátt fyrir loforð um hið gangstæða frá fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Veiðarnar hafi þegar skaðað hvalaskoðun og þar með upplifun tugþúsunda ferðamanna. Gagnrýna veiðikvóta fyrir innanlandsmarkað Samtökin fagna yfirlýsingu Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að ekki verði gefinn út meiri hvalveiðikvóti fyrr en tekist hafi að selja afurðirnar. Hins vegar furða samtökin sig á yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra í fréttum RÚV á laugardag um að áfram verði gefinn út kvóti til veiða fyrir innanlandsmarkað. „Með slíka yfirlýsingu yfir höfði sér mun markaðssetning hvalaskoðunarferða áfram verða erfið og það er óskiljanlegt að ráðherra hafði ekki fyrir því nú, frekar en áður að ræða við samtök hvalaskoðunarfyrirtækja né samtök ferðaþjónustunnar um þá ákvörðun í ljósi þess að innanlandsmarkaður fyrir hvalkjöt er nær engin miðað við þann ágóða sem þjóðarbúið hefur af erlendum ferðamönnum," segir í tilkynningu samtakanna. Skora samtökin jafnframt á Kristján Möller, ráðherra ferðamála, og Össur Skarphéðinsson, tilvonandi ferðamálaráðherra, að hlutast til um að þessi ákvörðun sjávarútvegsráðherra verði endurskoðuð og allar frekari ákvarðanir um áframhald hrefnuveiða verði skoðar út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar. Þá áréttar stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands að hrefnuveiðar geti ekki fallið undir þá skilgreiningu að teljast sjálfbærar þar sem efnahagsleg áhrif af hvalaskoðunarferðum og ferðaþjónustu þeim tengdri vegi mun þyngra en hvalveiðar. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á Kristján Möller ráðherra ferðamála og Össur Skarphéðinsson tilvonandi ferðamálaráðherra að hlutast til um að ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út kvóta til hrefnuveiða fyrir innanlandsmarkað verði endurskoðuð. Samtökin segja vísindaveiðar hér við land hafa skaðað hvalaskoðun til landsins og veiðar hafi verið stundaðar innan hvalaskoðunarsvæða. Bent er á í tilkynningu frá Hvalaskoðunarsamtökunum að frá því að vísindaveiðar hafi hafist hér við land árið 2003 hafi hrefnum fækkað stórlega á þeim svæðum sem hvalaskoðun er stunduð. Jafnframt hafi þeim tilfellum sem tekst að sýna hrefnur í návígi fækkað. Samkvæmt upplýsingum á vef Hafrannsóknarstofnunar hafi tugir dýra verið skotnir innan hvalaskoðunarsvæða þrátt fyrir loforð um hið gangstæða frá fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Veiðarnar hafi þegar skaðað hvalaskoðun og þar með upplifun tugþúsunda ferðamanna. Gagnrýna veiðikvóta fyrir innanlandsmarkað Samtökin fagna yfirlýsingu Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að ekki verði gefinn út meiri hvalveiðikvóti fyrr en tekist hafi að selja afurðirnar. Hins vegar furða samtökin sig á yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra í fréttum RÚV á laugardag um að áfram verði gefinn út kvóti til veiða fyrir innanlandsmarkað. „Með slíka yfirlýsingu yfir höfði sér mun markaðssetning hvalaskoðunarferða áfram verða erfið og það er óskiljanlegt að ráðherra hafði ekki fyrir því nú, frekar en áður að ræða við samtök hvalaskoðunarfyrirtækja né samtök ferðaþjónustunnar um þá ákvörðun í ljósi þess að innanlandsmarkaður fyrir hvalkjöt er nær engin miðað við þann ágóða sem þjóðarbúið hefur af erlendum ferðamönnum," segir í tilkynningu samtakanna. Skora samtökin jafnframt á Kristján Möller, ráðherra ferðamála, og Össur Skarphéðinsson, tilvonandi ferðamálaráðherra, að hlutast til um að þessi ákvörðun sjávarútvegsráðherra verði endurskoðuð og allar frekari ákvarðanir um áframhald hrefnuveiða verði skoðar út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar. Þá áréttar stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands að hrefnuveiðar geti ekki fallið undir þá skilgreiningu að teljast sjálfbærar þar sem efnahagsleg áhrif af hvalaskoðunarferðum og ferðaþjónustu þeim tengdri vegi mun þyngra en hvalveiðar.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira