Bolvíkingar krefjast aðgerða 28. ágúst 2007 19:05 Niðurskurður aflaheimilda bitnar hart á Bolvíkingum. MYND/Vilmundur Bæjarráð Bolungarvíkur kom saman í dag þar sem kallað var eftir tafarlausum aðgerðum stjórnvalda vegna niðurskurðar aflaheimilda á næsta fiskveiðiári. Bæjarráðið segir ljóst að niðurskurður aflamarks í þorski sé rúmlega 1100 tonn í bænum. Í bókun ráðsins kemur fram að þær mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld hafi lagt til séu ekki fallnar til að leysa vanda Bolungarvíkur nema að litlu leyti. Í bókuninni kemur einnig fram að bæjarstjórn Bolungarvíkur hafi á undanförnum mánuðum kynnt stjórnvöldum „metnaðarfullar og framkvæmanlegar tillögur til að mæta þessum niðurskurði." Þá er bent á að þegar hafi tugir einstaklinga misst vinnuna undanfarna mánuði í bænum og því sé brýnna aðgerða þörf. Eftirfarandi tillögur eru meðal þeirra hugmynda sem bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur lagt fram og kynnt fyrir stjórnvöldum á undanförnum mánuðum: · Byggja sérhæfða öldrunardeild í Bolungarvík eða Ísafirði strax í haust og í tengslum við uppbygginguna bjóða upp á endurmenntunarnám. Þannig má tryggja fjölda starfsmanna sem nú ganga atvinnulausir starf. · Tryggja að stofnanir auglýsi alltaf störf án staðsetningar. Hugsanlega mætti beita jákvæðri mismunun - ráða frekar þá sem vilji fara út á land. Setja á laggirnar nýjar stofnanir á svæðinu og flytja aðrar þegar hægt er að koma því við. Tryggja að störf fari vestur eins og lagt er til í Vestfjarðarskýrslunni. · Eftirlit með óskoðuðum ökutækjum verði flutt til sýslumannsins í Bolungarvík. · Fella niður veiðigjald þann tíma sem skerðingin nær yfir. Ekki bara af þorski heldur öllum tegundum. · Fella niður skuldir sveitarfélaganna við Íbúðalánasjóð. Staða sveitarfélaganna er slæm og nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir hafa setið á hakanum. · Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga - þarf að skera upp strax! Taka 1/3 af fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti lögaðila og leggja í jöfnunarsjóð. Nota síðan jöfnunarsjóð sem jöfnunartæki. Með bættum fjárhag geta sveitarfélögin farið í framkvæmdir sem lengi hafa setið á hakanum. Þannig brúa þau bilið á meðan grunnþjónusta er bætt og sem aftur gerir svæðið samkeppnishæfara. · Flytja höfuðstöðvar Ratsjárstofnunar til Bolungarvíkur og kanna hvort stjórnstöð geti líka flutt. · Taka upp flutningsjöfnun strax - í formi niðurgreiddra strandsiglinga eða landflutninga. Sjávarútvegsklasi Vestfjarða lagði til að þetta flutningurinn yrði niðurgreiddur um 100 milljónir á ári í 3 ár. Eftir það væru vegir betri og flutningar á sjó sjálfbærir. a) Þannig væri möguleiki á að frystigeymslur/vöruhótel myndu rísa og þar með væri von til þess að togarar, sem landa flestir á SV-horninu en sigla frá miðunum hér í kring, myndu aftur landa í vestfirskum höfnum. b) Ódýrari flutningur bætir starfsskilyrði framleiðslufyrirtækja. c) Vöruverð á svæðinu lækkar. · Raforkumálum fjórðungsins verði komið í lag. Svæðið verði hringtengt og línur frá landsnetinu lagðar í jörð. Núverandi ástand fælir stór og smá fyrirtæki frá rekstri á Vestfjörðum. · Koma upp háhraðatengingu á svæðið - í dag er hvorki hægt að flytja út hugvit né vörur. Flutningsgeta með neti of hæg og flutningur með vörubílum of dýr. · Byggja upp rannsóknir á Norður Atlantshafi. Þær stofnanir sem gegna þar lykilhlutverki eru: Háskólasetur, Náttúrustofa Vestfjarða, Matís og Hafró. Stefna að því að Háskóli taki til starfa haustið 2008. Benda má á Tromsø í þessu samhengi en byggðastefna Norðmanna sést þar ljóslifandi í verki. · Lengja strax og endurbæta flugvöllinn á Þingeyri. Þannig mætti efla ferðaþjónustuna og möguleika vestfirskra útgerðarmanna að flytja út fisk. · Endurskoða hafnarlög. Setning þeirra voru mistök sem koma fæstum höfnum til góða og eru í engu samræmi við raunverulega stöðu hafna á landinu. · Nýsköpunarþáttur Byggðastofnunar - margfalda möguleika Byggðasjóðs og Impru. Frumkvöðla þarf að virkja og það er staðreynd að neikvæð umræða um Vestfirði og önnur jaðarsvæði á Íslandi hafa dregið úr löngun fjárfesta til að fjármagna á svæðinu. · Skoða allar þær útfærslur, sem fram hafa komið í tengslum við skattaívilnanir, með opnum huga. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Bæjarráð Bolungarvíkur kom saman í dag þar sem kallað var eftir tafarlausum aðgerðum stjórnvalda vegna niðurskurðar aflaheimilda á næsta fiskveiðiári. Bæjarráðið segir ljóst að niðurskurður aflamarks í þorski sé rúmlega 1100 tonn í bænum. Í bókun ráðsins kemur fram að þær mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld hafi lagt til séu ekki fallnar til að leysa vanda Bolungarvíkur nema að litlu leyti. Í bókuninni kemur einnig fram að bæjarstjórn Bolungarvíkur hafi á undanförnum mánuðum kynnt stjórnvöldum „metnaðarfullar og framkvæmanlegar tillögur til að mæta þessum niðurskurði." Þá er bent á að þegar hafi tugir einstaklinga misst vinnuna undanfarna mánuði í bænum og því sé brýnna aðgerða þörf. Eftirfarandi tillögur eru meðal þeirra hugmynda sem bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur lagt fram og kynnt fyrir stjórnvöldum á undanförnum mánuðum: · Byggja sérhæfða öldrunardeild í Bolungarvík eða Ísafirði strax í haust og í tengslum við uppbygginguna bjóða upp á endurmenntunarnám. Þannig má tryggja fjölda starfsmanna sem nú ganga atvinnulausir starf. · Tryggja að stofnanir auglýsi alltaf störf án staðsetningar. Hugsanlega mætti beita jákvæðri mismunun - ráða frekar þá sem vilji fara út á land. Setja á laggirnar nýjar stofnanir á svæðinu og flytja aðrar þegar hægt er að koma því við. Tryggja að störf fari vestur eins og lagt er til í Vestfjarðarskýrslunni. · Eftirlit með óskoðuðum ökutækjum verði flutt til sýslumannsins í Bolungarvík. · Fella niður veiðigjald þann tíma sem skerðingin nær yfir. Ekki bara af þorski heldur öllum tegundum. · Fella niður skuldir sveitarfélaganna við Íbúðalánasjóð. Staða sveitarfélaganna er slæm og nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir hafa setið á hakanum. · Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga - þarf að skera upp strax! Taka 1/3 af fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti lögaðila og leggja í jöfnunarsjóð. Nota síðan jöfnunarsjóð sem jöfnunartæki. Með bættum fjárhag geta sveitarfélögin farið í framkvæmdir sem lengi hafa setið á hakanum. Þannig brúa þau bilið á meðan grunnþjónusta er bætt og sem aftur gerir svæðið samkeppnishæfara. · Flytja höfuðstöðvar Ratsjárstofnunar til Bolungarvíkur og kanna hvort stjórnstöð geti líka flutt. · Taka upp flutningsjöfnun strax - í formi niðurgreiddra strandsiglinga eða landflutninga. Sjávarútvegsklasi Vestfjarða lagði til að þetta flutningurinn yrði niðurgreiddur um 100 milljónir á ári í 3 ár. Eftir það væru vegir betri og flutningar á sjó sjálfbærir. a) Þannig væri möguleiki á að frystigeymslur/vöruhótel myndu rísa og þar með væri von til þess að togarar, sem landa flestir á SV-horninu en sigla frá miðunum hér í kring, myndu aftur landa í vestfirskum höfnum. b) Ódýrari flutningur bætir starfsskilyrði framleiðslufyrirtækja. c) Vöruverð á svæðinu lækkar. · Raforkumálum fjórðungsins verði komið í lag. Svæðið verði hringtengt og línur frá landsnetinu lagðar í jörð. Núverandi ástand fælir stór og smá fyrirtæki frá rekstri á Vestfjörðum. · Koma upp háhraðatengingu á svæðið - í dag er hvorki hægt að flytja út hugvit né vörur. Flutningsgeta með neti of hæg og flutningur með vörubílum of dýr. · Byggja upp rannsóknir á Norður Atlantshafi. Þær stofnanir sem gegna þar lykilhlutverki eru: Háskólasetur, Náttúrustofa Vestfjarða, Matís og Hafró. Stefna að því að Háskóli taki til starfa haustið 2008. Benda má á Tromsø í þessu samhengi en byggðastefna Norðmanna sést þar ljóslifandi í verki. · Lengja strax og endurbæta flugvöllinn á Þingeyri. Þannig mætti efla ferðaþjónustuna og möguleika vestfirskra útgerðarmanna að flytja út fisk. · Endurskoða hafnarlög. Setning þeirra voru mistök sem koma fæstum höfnum til góða og eru í engu samræmi við raunverulega stöðu hafna á landinu. · Nýsköpunarþáttur Byggðastofnunar - margfalda möguleika Byggðasjóðs og Impru. Frumkvöðla þarf að virkja og það er staðreynd að neikvæð umræða um Vestfirði og önnur jaðarsvæði á Íslandi hafa dregið úr löngun fjárfesta til að fjármagna á svæðinu. · Skoða allar þær útfærslur, sem fram hafa komið í tengslum við skattaívilnanir, með opnum huga.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira