Vilja hluta af Kolaportinu undir bílastæði Óli Tynes skrifar 11. ágúst 2007 16:14 Það er alltaf líf og fjör í Kolaportinu. Minnihlutinn í borgarstjórn reynir nú að koma í veg fyrir að tollstjóri fái 5000 fermetra bílastæði með viðbyggingu ofan jarðar við Tollhúsið. Til þess að koma stæðinu fyrir þyrfti að ganga á húsnæði Kolaportsins. Aðstandendur þess hafa miklar áhyggjur af málinu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltgrúi Samfylkingarinnar sagði í samtali við vísi.is að hann hefði stoppað slík áform þegar hann var formaður skipulagsráðs á sínum tíma. Þá átti reyndar að ryðja Kolaportinu öllu í burt. Honum fannst það ekki koma til greina að gera slíka mannlífsiðu brottræka. Nú væri þessi draugur vaknaður aftur, í breyttri mynd þó. Dagur benti á að á næstu lóð við Tollhúsið, það er að segja þar sem tónlistarhús rís verði niðurgrafið bílahús fyrir 1600 bíla. Sér þætti nánast hlægilegt að ætla að byggja þarna bílastæði ofan jarðar, á dýrasta fermetraplássi landsins. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við visir.is að aðstandendur Kolaportsins hefðu komið á sinn fund og hann skildi vel áhyggjur þeirra. Sér væri mjög í mun að Kolaportið geti starfað áfram í miðborginni. Hinsvegar eigi ríkið Tollhúsið og vafasamt að borgin geti bannað breytingar á húsnæðinu. Júlíus Vífill sagði að ef af framkvæmdum verði sé ljóst að Kolaportinu yrði lokað í einhverja mánuði. Hann sagðist munu eiga fund með tollstjóra á næstunni, til þess að setja sig betur inn í málið. Innlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Minnihlutinn í borgarstjórn reynir nú að koma í veg fyrir að tollstjóri fái 5000 fermetra bílastæði með viðbyggingu ofan jarðar við Tollhúsið. Til þess að koma stæðinu fyrir þyrfti að ganga á húsnæði Kolaportsins. Aðstandendur þess hafa miklar áhyggjur af málinu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltgrúi Samfylkingarinnar sagði í samtali við vísi.is að hann hefði stoppað slík áform þegar hann var formaður skipulagsráðs á sínum tíma. Þá átti reyndar að ryðja Kolaportinu öllu í burt. Honum fannst það ekki koma til greina að gera slíka mannlífsiðu brottræka. Nú væri þessi draugur vaknaður aftur, í breyttri mynd þó. Dagur benti á að á næstu lóð við Tollhúsið, það er að segja þar sem tónlistarhús rís verði niðurgrafið bílahús fyrir 1600 bíla. Sér þætti nánast hlægilegt að ætla að byggja þarna bílastæði ofan jarðar, á dýrasta fermetraplássi landsins. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við visir.is að aðstandendur Kolaportsins hefðu komið á sinn fund og hann skildi vel áhyggjur þeirra. Sér væri mjög í mun að Kolaportið geti starfað áfram í miðborginni. Hinsvegar eigi ríkið Tollhúsið og vafasamt að borgin geti bannað breytingar á húsnæðinu. Júlíus Vífill sagði að ef af framkvæmdum verði sé ljóst að Kolaportinu yrði lokað í einhverja mánuði. Hann sagðist munu eiga fund með tollstjóra á næstunni, til þess að setja sig betur inn í málið.
Innlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira