Skagamenn sigruðu í kvöld HK á heimavell í landsbankadeild karla, 4-1. Þórður Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir ÍA og þeir Andri Júlíusson og Vjekoslav Svadumovic sitt markið hvor. Finnur Ólafsson skoraði fyrir HK. Með sigrinum er ÍA komið í 4. sæti með 18 stig eins og Keflavík, en lakara markahlutfall. HK er áfram í 8. sæti með 11 stig.
ÍA 4-1 HK.
(´17) 1-0 Þórður Guðjónsson.
(´25) 2-0 Vjekoslav Svadumovic.
(´54) 2-1 Finnur Ólafsson.
(´75) 3-1 Andri Júlíusson.
(´81) 4-1 Þórður Guðjónsson.