Íslenski boltinn

Dramatík og rauð spjöld á Skaganum

Það var mikill hasar í leik ÍA og Keflavíkur í kvöld
Það var mikill hasar í leik ÍA og Keflavíkur í kvöld Mynd/Eiríkur

Skagamenn unnu 2-1 sigur á Keflvíkingum í lokaleik kvöldsins í Landsbankadeild karla sem sýndur var beint á Sýn. Leikurinn var dramatískur í meira lagi þar sem sigurmark heimamanna var ansi vafasamt og tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.

Bjarni Guðjónsson kom heimamönnum yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. Í þeim síðari dró heldur betur til tíðinda. Keflvíkingar spörkuðu knettinum út af hliðarlínu til að hægt væri að huga að leikmanni Keflavíkur sem meiddist. Skagamenn tóku innkastið og boltinn barst til Bjarna Guðjónssonar - sem skaut honum frá miðju og í netið hjá Keflvíkingum.

Eftir þetta var mikill hiti í mönnum og fékk einn maður úr hvoru liði að líta rautt spjald á lokakaflanum. Keflvíkingar neituðu að játa sig sigraða og Hallgrímur Jónasson minnkaði muninn fyrir þá skömmu fyrir leikslok, en þrátt fyrir sex mínútur í uppbótartíma náðu gestirnir ekki að komast lengra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×