Erlent

Pútín heimsækir Bush

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, er væntanlegur í heimsókn til Bandaríkjanna í dag. Þar mun hann heimsækja George Bush, Bandaríkjaforseta, á sumardvalarstað Bush fjölskyldunnar í Kennebunkport í Maine-ríki. Tilgangur heimsóknarinnar er að bæta samband leiðtoganna eftir deilur þeirra í vor um fyrirhugaðan eldflaugavarnarskjöld Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu. George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verður með á fundum forsetanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×