Erlent

Fjörutíu og fimm óbreyttir borgarar létust í Afganistan

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Lögreglan í Helmand héraðinu í Afganistan fullyrðir að 45 óbreyttir borgarar og 62 hermenn hafi látist í loftárásum á svæðið um helgina. Talsmenn öryggissveita NATO hafa viðurkennt mannfall óbreyttra borgara en segja það vera mun minna en afganska lögreglan fullyrðir.

NATO sveitir hófu árásir á talibana á föstudag eftir að talibanir höfðu ógnað NATO hermönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×