Erlent

Kínverjar krefjast lýðræðis

Mörg þúsund mótmælendur gengu um götur Hong Kong í morgun og kröfðust lýðræðis. Tilefni göngunnar er að í dag eru tíu ár liðin frá því að Bretar færðu þáverandi nýlendu sína Kínverjum. Mótmælin eru árlegur viðburður en voru umfangsmeiri í morgun vegna tímamótanna. Hu Jintao, forseti Kína, kom til Hong Kong fyrir helgi vegna hátíðarhaldanna en var farinn þaðan áður en mótmælendur flykktust út á götur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×