Fótbolti

Shell-mót sett í Eyjum í gærkvöld

Hið árlega Shellmót ÍBV í knattspyrnu, fyrir 9 og 10 ára drengi, hófst í Vestmannaeyjum í gær. Hátt í eitt þúsund drengir hófu keppni í gærmorgun en vegleg setningarhátíð fór fram í gærkvöldi.

Talið er að um 2500 manns bætist við íbúafjölda Vestmannaeyja meðan á peyjamótinu stendur. Ómar Ragnarsson hefur mætt með stjörnulið sitt á setningarhátíð mótsins frá upphafi og var að sjálfsögðu mættur í gær og lék þar listir sínar ásamt ýmsum þjóðþekktum einstaklingum.

Mótinu lýkur á sunnudaginn en sérstakur þáttur verður sýndur um Shellmótið á Sýn næsta fimmtudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×