Fótbolti

KR og Keflavík fengu norræna mótherja í UEFA-keppninni

Frá leik KR og Fram í Landsbankadeildinni í gærkvöld.
Frá leik KR og Fram í Landsbankadeildinni í gærkvöld. MYND/Hörður

KR-inga og Keflvíkinga bíður erfitt verkefni í Evrópukeppni félagsliða í knattspyru eftir að dregið var í fyrstu umferð keppninnar í dag. KR mætir sænska liðinu Häcken og bikarmeistarar Keflavíkur mæta danska liðinu Midtjylland.

72 lið voru í pottinum og var drátturinn svæðaskiptur þannig að lið frá norðurhluta Evrópu gátu bara mæst. Leikir liðanna fara fram dagana 19. júlí og 2. ágúst. Sigurvegararnir í þessum viðureignum komast í aðra umferð keppninnar en þar bætast við 27 lið, þar á meðal 7 lið úr Intertoto-keppninni. Dregið verður í aðra umferð 3. ágúst í Nyon í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×