Áherslan á innanríkismál Guðjón Helgason skrifar 28. júní 2007 18:45 Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist. Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist.
Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira