Hvað er að í vesturbænum? 21. júní 2007 15:49 KR hefur gengið afleitlega í byrjun leiktíðar en sérfræðngar Sýnar vilja ekki hengja ábyrgðina alla á Teit þjálfara Mynd/Daniel Dapurt gengi KR-inga í Landsbankadeildinni er án efa það sem borið hefur hæst í fyrstu sjö umferðum þar sem liðið er aðeins með eitt stig og situr fast á botninum. Vísir leitaði álits sérfræðinga Sýnar á vandanum í vesturbænum og þeir Logi Ólafsson og Bjarni Jóhannsson hafa báðir fulla trú á að Teti þjálfara takist að rétta við skútuna. "Ég held að leikir liðsins til þessa tali sínu máli í þessu sambandi og mér sýnist liðið bara ekki hafa nokkurt sjálfstraust. Menn fá ekki sjálfstraust fyrr en þeir ná árangri í því sem þeir eru að gera og það hefur ekki tekist hjá KR til þessa. Liðinu gekk vel í æfingaferðinni á La Manga þar sem það náði ágætis árangri gegn sterkum norskum liðum og mér fannst það koma líkamlega og andlega tilbúið til leiks í deildinni. Það sjálfstraust sem liðið var búið að byggja upp í vor hefur svo runnið af liðinu í erfiðleikunum undanfarnar vikur. Svo geta menn deilt um það hvaða aðferðum á að beita til að ná upp sjálfstrausti og gleði í herbúðum liðsins," sagði Logi Ólafsson og tók dæmi úr leikjum gærkvöldsins máli sínu til stuðnings. "Það er eins og í hvert skipti sem KR fær á sig mark, aukist vonleysi leikmanna og sjálfstraustið molnar. Á sama tíma fær FH á sig mark en við það tvíeflast menn og sækja harðar að andstæðingnum," sagði Logi, en það tók FH-inga ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn í gær eftir að hafa lent undir gegn Breiðablik. "Það hefði líklega tekið KR-inga margar fimm mínútur að jafna í svipaðri stöðu," bætti Logi við glettinn. Logi er sammála þeirri almennu fullyrðingu að KR sé með eitt besta lið landsins á pappírunum og þá er það ekki á flæðiskeri statt með þjálfarar heldur. Hann segir að fleiri hlutir skipti máli þegar kemur að því að vinna leiki. "Eins og Teitur Þórðarson þjálfari hefur sjálfur bent á, er ekki endalaust hægt að tala um óheppni og einhver klaufagangur hlýtur jú að fylgja þessu líka. Einstaklingsmistök gera það oft að verkum að liðið fær á sig mörk, það koma fyrir mistök í leikskipulagi og svo er það dálítið skrítið þegar markaskorarar eins og Grétar Ólafur og Björgólfur Takefusa eru að klikka hvað eftir annað fyrir opnu marki. Þeir verða ekki lélegir framherjar yfir nótt, svo eitthvað hlýtur þetta að hafa með andlegu hliðina að gera." Logi segir að til greina komi að einhverjir hafi ef til vill hengt of mikla ábyrgð á herðar Rúnars Kristinssonar eftir komu hans til KR, en segir það óréttmætt. "Rúnar er nú fæddur árið 1969 og því verður ekkert breytt. Hann er búinn að vera að æfa fótbolta núna samfleytt í eitt ár og þvi held ég að sé óraunhæft að ætla honum að rétta þetta við ef einhver hefur gert það. Mér fannst líka maður eins og Pétur Marteinsson eiga kollgátuna þegar hann sagði í viðtali á dögunum að væri fínn andi í herbúðum KR - en að andinn til að vinna knattspyrnuleiki væri einfaldlega ekki til staðar. Svo er bara spurning hvernig á að ná í þennan keppnisanda og ég held að Jón Þorgrímur Stefánsson hjá HK hafi hitt á naglann þegar hann sagði að hjartað væri dýrmætara í þessu en veskið." KR hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu sjö leikjunum í sumar og við spurðum Loga hvort hann myndi eftir öðrum eins hrakförum hjá jafn sterku liði í byrjun Íslandsmótsins. "Nei, ég man ekki eftir því. Ekki hjá liði sem er spáð því að vera í toppbaráttunni," sagði Logi. Hann er þó ekki einn þeirra sem vill að Teitur verði látinn fara frá KR og hefur fulla trú á því að hann geti beint liðinu á rétta braut. "Það er ekki alltaf lausnin að láta þjálfarann fara í þessu eins og oft er í knattspyrnunni. Ég held að menn kippi sér ekkert upp við það þó þjálfari sé látinn fara í dag. Það er auðvitað rétt að hann verður að vera inni í umræðunni þegar miður fer en ég myndi ekki mæla með því sérstaklega að Teitur yrði látinn fara þó ég viti að þær umræður séu uppi á borðinu meðal knattspyrnuáhugamanna. KR er hinsvegar búið að gera langan samning við Teit um uppbyggingu hjá öllu félaginu og ég þekki Teit vel og veit hvers hann er megnugur. Það er skammt stórra högga á milli í þessu og ég held að sé stutt í að hann komi liðinu á beinu brautina. Ég skil hinsvegar vel að staðan sem komin er upp er mjög erfið fyrir alla sem koma að félaginu," sagði Logi Ólafsson. Bjarni Jóhannsson - KR bíður fallbaráttaBjarni Jóhannsson á von á því að KR verði í fallbaráttu í sumar en segist ekki trúa því að liðið falli"Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Bjarni Jóhannsson aðstoðarlandsliðsþjálfari og sérfræðingur Sýnar í Landsbankadeildinni þegar hann var spurður hreint út - hvað væri að KR. "Ef ég hefði lausnina á vanda KR væri ég nú sennilega búinn að hringja í Teit. Það er alltaf gríðarleg pressa á KR alveg sama í hvaða stöðu þeir eru. Það er ansi súrt fyrir liðið að ná ekki að skora mörk úr einhverju af þessum færum sem liðið er að fá og svo er liðið búið að fá dálítið mikið af mörkum á sig. Ég held hinsvegar að ef kemst smá neisti í liðið að þá komi nokkrir sigrar í kjölfarið. Ég held að KR sé það stór klúbbur og með það gott þjálfarateymi að þeir nái að slíta sig út úr þessari lægð - þó maður sé reyndar búinn að segja það í nokkrar umferðir. Þetta er það skemmtilega við fótboltann, það getur allt gerst - sama hvort menn eru með sterk lið á pappírunum eða ekki." Bjarni segir tilgangslaust að benda fingri á einstaka menn í herbúðum KR til að gera að blórabögglum í tenslum við vandræði liðsins. "Auðvitað hugsar maður út í það hvort Teitur gæti verið að gera eitthvað öðruvísi, en það sem hann lagði upp með í fyrra var að ganga ágætlega. Það er erfitt að segja um þetta og ég þekki ekki þessa stráka vel sem eru að spila með KR. Það er kannski helst að vörnin hjá þeim sé í hægari kantinum og spurning hvort hefði verið hægt að finna meira jafnvægi þar. Ég held samt að þetta skipti ekki höfuð máli heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um stemminguna í liðinu. Sjálfstraustið minnkar alltaf með hverju tapinu og þegar svona er komið hjá KR þýðir ekkert að vera að benda á einhvern einn - allt liðið verður bara að fara að taka sig saman í andlitinu. Það á að vera nægur karakter í þessu liði til að ná árangri og kannski er þetta bara spurning um að menn stilli strengi sína betur saman," sagði Bjarni og segir að KR verði að fara að sætta sig við það úr þessu að liðsins bíði bara fallbarátta í deildinni. "Ég hef trú á því að þetta komi hjá þeim og þeir verði menn með mönnum og rífi þetta áfram þrátt fyrir slaka byrjun. Liðið byrjaði ekki vel í fyrra en endaði samt í öðru sæti, en staða þeirra í ár er mun verri og ég hef trú á því að ekkert annað en fallbarátta bíði KR-inga í haust. Mitt kalda mat er það að KR rétt sleppi við fall og ég held að menn þar á bæ verði að sætta sig við það að nú verði þeir að reyna að bjarga sér frá falli í stað þess að hugsa um það hvað eru mörg stig í pottinum. Ég trúi því ekki að KR falli og Teitur á allan minn hug í þeirri baráttu sem framundan er hjá honum með liðið," sagði Bjarni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Dapurt gengi KR-inga í Landsbankadeildinni er án efa það sem borið hefur hæst í fyrstu sjö umferðum þar sem liðið er aðeins með eitt stig og situr fast á botninum. Vísir leitaði álits sérfræðinga Sýnar á vandanum í vesturbænum og þeir Logi Ólafsson og Bjarni Jóhannsson hafa báðir fulla trú á að Teti þjálfara takist að rétta við skútuna. "Ég held að leikir liðsins til þessa tali sínu máli í þessu sambandi og mér sýnist liðið bara ekki hafa nokkurt sjálfstraust. Menn fá ekki sjálfstraust fyrr en þeir ná árangri í því sem þeir eru að gera og það hefur ekki tekist hjá KR til þessa. Liðinu gekk vel í æfingaferðinni á La Manga þar sem það náði ágætis árangri gegn sterkum norskum liðum og mér fannst það koma líkamlega og andlega tilbúið til leiks í deildinni. Það sjálfstraust sem liðið var búið að byggja upp í vor hefur svo runnið af liðinu í erfiðleikunum undanfarnar vikur. Svo geta menn deilt um það hvaða aðferðum á að beita til að ná upp sjálfstrausti og gleði í herbúðum liðsins," sagði Logi Ólafsson og tók dæmi úr leikjum gærkvöldsins máli sínu til stuðnings. "Það er eins og í hvert skipti sem KR fær á sig mark, aukist vonleysi leikmanna og sjálfstraustið molnar. Á sama tíma fær FH á sig mark en við það tvíeflast menn og sækja harðar að andstæðingnum," sagði Logi, en það tók FH-inga ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn í gær eftir að hafa lent undir gegn Breiðablik. "Það hefði líklega tekið KR-inga margar fimm mínútur að jafna í svipaðri stöðu," bætti Logi við glettinn. Logi er sammála þeirri almennu fullyrðingu að KR sé með eitt besta lið landsins á pappírunum og þá er það ekki á flæðiskeri statt með þjálfarar heldur. Hann segir að fleiri hlutir skipti máli þegar kemur að því að vinna leiki. "Eins og Teitur Þórðarson þjálfari hefur sjálfur bent á, er ekki endalaust hægt að tala um óheppni og einhver klaufagangur hlýtur jú að fylgja þessu líka. Einstaklingsmistök gera það oft að verkum að liðið fær á sig mörk, það koma fyrir mistök í leikskipulagi og svo er það dálítið skrítið þegar markaskorarar eins og Grétar Ólafur og Björgólfur Takefusa eru að klikka hvað eftir annað fyrir opnu marki. Þeir verða ekki lélegir framherjar yfir nótt, svo eitthvað hlýtur þetta að hafa með andlegu hliðina að gera." Logi segir að til greina komi að einhverjir hafi ef til vill hengt of mikla ábyrgð á herðar Rúnars Kristinssonar eftir komu hans til KR, en segir það óréttmætt. "Rúnar er nú fæddur árið 1969 og því verður ekkert breytt. Hann er búinn að vera að æfa fótbolta núna samfleytt í eitt ár og þvi held ég að sé óraunhæft að ætla honum að rétta þetta við ef einhver hefur gert það. Mér fannst líka maður eins og Pétur Marteinsson eiga kollgátuna þegar hann sagði í viðtali á dögunum að væri fínn andi í herbúðum KR - en að andinn til að vinna knattspyrnuleiki væri einfaldlega ekki til staðar. Svo er bara spurning hvernig á að ná í þennan keppnisanda og ég held að Jón Þorgrímur Stefánsson hjá HK hafi hitt á naglann þegar hann sagði að hjartað væri dýrmætara í þessu en veskið." KR hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu sjö leikjunum í sumar og við spurðum Loga hvort hann myndi eftir öðrum eins hrakförum hjá jafn sterku liði í byrjun Íslandsmótsins. "Nei, ég man ekki eftir því. Ekki hjá liði sem er spáð því að vera í toppbaráttunni," sagði Logi. Hann er þó ekki einn þeirra sem vill að Teitur verði látinn fara frá KR og hefur fulla trú á því að hann geti beint liðinu á rétta braut. "Það er ekki alltaf lausnin að láta þjálfarann fara í þessu eins og oft er í knattspyrnunni. Ég held að menn kippi sér ekkert upp við það þó þjálfari sé látinn fara í dag. Það er auðvitað rétt að hann verður að vera inni í umræðunni þegar miður fer en ég myndi ekki mæla með því sérstaklega að Teitur yrði látinn fara þó ég viti að þær umræður séu uppi á borðinu meðal knattspyrnuáhugamanna. KR er hinsvegar búið að gera langan samning við Teit um uppbyggingu hjá öllu félaginu og ég þekki Teit vel og veit hvers hann er megnugur. Það er skammt stórra högga á milli í þessu og ég held að sé stutt í að hann komi liðinu á beinu brautina. Ég skil hinsvegar vel að staðan sem komin er upp er mjög erfið fyrir alla sem koma að félaginu," sagði Logi Ólafsson. Bjarni Jóhannsson - KR bíður fallbaráttaBjarni Jóhannsson á von á því að KR verði í fallbaráttu í sumar en segist ekki trúa því að liðið falli"Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Bjarni Jóhannsson aðstoðarlandsliðsþjálfari og sérfræðingur Sýnar í Landsbankadeildinni þegar hann var spurður hreint út - hvað væri að KR. "Ef ég hefði lausnina á vanda KR væri ég nú sennilega búinn að hringja í Teit. Það er alltaf gríðarleg pressa á KR alveg sama í hvaða stöðu þeir eru. Það er ansi súrt fyrir liðið að ná ekki að skora mörk úr einhverju af þessum færum sem liðið er að fá og svo er liðið búið að fá dálítið mikið af mörkum á sig. Ég held hinsvegar að ef kemst smá neisti í liðið að þá komi nokkrir sigrar í kjölfarið. Ég held að KR sé það stór klúbbur og með það gott þjálfarateymi að þeir nái að slíta sig út úr þessari lægð - þó maður sé reyndar búinn að segja það í nokkrar umferðir. Þetta er það skemmtilega við fótboltann, það getur allt gerst - sama hvort menn eru með sterk lið á pappírunum eða ekki." Bjarni segir tilgangslaust að benda fingri á einstaka menn í herbúðum KR til að gera að blórabögglum í tenslum við vandræði liðsins. "Auðvitað hugsar maður út í það hvort Teitur gæti verið að gera eitthvað öðruvísi, en það sem hann lagði upp með í fyrra var að ganga ágætlega. Það er erfitt að segja um þetta og ég þekki ekki þessa stráka vel sem eru að spila með KR. Það er kannski helst að vörnin hjá þeim sé í hægari kantinum og spurning hvort hefði verið hægt að finna meira jafnvægi þar. Ég held samt að þetta skipti ekki höfuð máli heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um stemminguna í liðinu. Sjálfstraustið minnkar alltaf með hverju tapinu og þegar svona er komið hjá KR þýðir ekkert að vera að benda á einhvern einn - allt liðið verður bara að fara að taka sig saman í andlitinu. Það á að vera nægur karakter í þessu liði til að ná árangri og kannski er þetta bara spurning um að menn stilli strengi sína betur saman," sagði Bjarni og segir að KR verði að fara að sætta sig við það úr þessu að liðsins bíði bara fallbarátta í deildinni. "Ég hef trú á því að þetta komi hjá þeim og þeir verði menn með mönnum og rífi þetta áfram þrátt fyrir slaka byrjun. Liðið byrjaði ekki vel í fyrra en endaði samt í öðru sæti, en staða þeirra í ár er mun verri og ég hef trú á því að ekkert annað en fallbarátta bíði KR-inga í haust. Mitt kalda mat er það að KR rétt sleppi við fall og ég held að menn þar á bæ verði að sætta sig við það að nú verði þeir að reyna að bjarga sér frá falli í stað þess að hugsa um það hvað eru mörg stig í pottinum. Ég trúi því ekki að KR falli og Teitur á allan minn hug í þeirri baráttu sem framundan er hjá honum með liðið," sagði Bjarni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira