Fótbolti

Slúðrið í enska í dag

Benni McCarthy vill ólmur fara til Chelsea og nú virðist Jose Mourinho vera sama sinnis - ef má enska blaðið The Sun.
Benni McCarthy vill ólmur fara til Chelsea og nú virðist Jose Mourinho vera sama sinnis - ef má enska blaðið The Sun. MYND/AFP

Oft sem áður er ýmislegt á seyði í enska boltanum í dag. Benni McCarthy, Suður-afríski framherji Blackburn er á óskalista Chelsea, Shearer segir Allardyce þurfa nýja varnarmenn og Craig Bellamy gæti farið til Roma í skiptum fyrir Mancini. Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið sem BBC tók saman í morgun.

Félagaskiptaslúður

Framkvæmdastjóri Chelsea, Jose Mourinho, vill festa kaup á framherja Blackburn, Benni McCarthy, en Blackburn segir að hann sé ekki til sölu (The Sun).

Framkvæmdastjóri Newcastle, Sam Allardyce, vonas til þess að semja við varnarmann Paris Saint German, David Rozehnal, Habib Beye, varnarmann Marseilles eða fyrrum fyrirliða Liverpool, Sami Hyypia, í vikunni (Daily Mirror).

Juventus og Roma ætla sér að krækja í framherja Liverpool, Craig Bellamy (Ýmsir).

Liverpool líst vel á Roma þar sem það gæti leitt til leikmannaskipta á Bellamy og Brasilíumanninum Mancini en hann er kantmaður sem metinn er á 10 milljónir punda (Independent).

Rangers ætla sér að bjóða eina milljón punda í vinstri bakvörð West Ham, Paul Konchesky (The Sun).

St Etienne hefur áhuga á vinstri bakverði Rangers, Sasa Papac, sem hefur verið sagt að hann megi fara frá félaginu (The Sun).

Miðjumaður Everton, Tim Cahill, vill ólmur að Everton kaupi landa sinn, Vince Grella (Daily Mail).

Birmingham fylgist nú náið með varnarmanni Fulham, Zat Knight, en Fulham ætlar sér að kaupa varnarmann Aston Villa, Aaron Hughes, í vikunni (Daily Mirror).

Bolton vill sex milljónir punda fyrir markvörðinn Jussi Jaaskelainen, sem hefur hafnað nýjum samningi við félagið. Sunderland og Aston Villa hafa bæði áhuga á Jaaskelainen (Daily Mirror).

Eftir að hafa boðið 3,2 milljónir punda í Jaaskelainen, mun framkvæmdastjóri Sunderland, Roy Keane reyna að semja við Geremi, miðjumann Chelsea og framherja Manchester United, Giuseppe Rossi (Daily Mail).

Middlesbrough ætla að bjóða eina milljón punda í varnarmann Aberdeen og Skotlands, Russell Anderson (Daily Express).

Annað Slúður

Blackburn vill verða sér úti um frekari upplýsingar um bandaríska fjárfestinn Daniel Williams áður en hann tekur félagið yfir (Daily Mirror).

Búist er við því að auðjöfurinn frá Hong Kong, Carson Yeung, muni á næstu dögum leggja fram nýtt og endurbætt tilboð í Birmingham (Daily Mirror).

Manchester City ætlar sér að skipa stjóra Sevilla, Juande Ramos, sem framkvæmdastjóra félagsins fyrir vikulok (Various).

Fyrrum framherji Newcastle og enska landsliðsins, Alan Shearer, sem nú er sérfræðingur hjá BBC, telur að það fyrsta sem nýr stjóri Newcastle, Sam Allardyce, þarf að gera sé að fjárfesta í nýjum varnarmönnum (Daily Mirror).

Varnarmaðurinn Bruno Alves hefur sundrað vonum Aston Villa með því að lýsa því yfir að hann vilji vera áfram hjá Porto (Daily Express).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×