Hver á tugmilljarða eignir Samvinnutrygginga? 14. júní 2007 18:49 Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst. Samvinnutryggingar og systurfélagið Líftryggingarfélagið Andvaka voru stofnuð af Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga, SÍS fyrir rúmri hálfri öld. Eignarhaldið á þessum tryggingarfélögum var í höndum þeirra sem tryggðu hjá þeim, þ.e. tryggingartakar áttu félögin. En 1989 eru þessu félög sameinuð Brunabótafélaginu og úr verður stórveldið Vátryggingarfélag Íslands, VÍS. Það hefur verið heldur betur líf í þessum leyfum Samvinnuhreyfingarinnar þó svo eiganrhaldið sé ef til vill óljóst. Digrum sjóðum hefur verið beitt í fjárfestingarskyni , meðal annars tók eiganrhaldsfélag Samvinnutrygginga þátt í að eignast Búnaðarbankann sem S-hópurinn svokallaði (vegna tengsla við framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna) fékk að kaupa.. Síðustu fjárfestingar þessa félags, sem fréttnæm þóttu, voru kaup á þriðjungshlut í Icelandair og var Finnur Ingólfsson þar í forsvari. Samkævmt heimildum fréttastofa nema eignir þessara leyfa Samvinnutrygginga tugum milljarða króna, en hver á þær? Sigurður G Guðjónsson spyr þessa í Morgunblaðinu í dag og bendir á að aðalfundur Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga sé á morgun í húsakynnum Mjólkursamsölunnnar. Bendir hann á að að ráða megi af samþykktum félagsins að félagar í eignarhaldsfélaginu séu þeir sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum árið 1987 og 88 og þeir sem voru með lögboðna brunatryggingu 1992 og 1993. En þeir eru ekki boðnir á aðalfundinn á morgun. Fréttastofa náði símtali við Þórólf Gíslasyni, kaupfélagsstjóra í dag en hann er stjórnarformaður Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Gat hann upplýst að það væri 24. manna framkvæmdaráð sem sæti aðalfundinn og engin annar. Ekki gat hann útlistað hvernig þetta 24 manna ráð er valið. Sleit hann símtalinu og bauð fréttamanni að hafa samband við sig síðar í dag til frekari upplýsingagjafar. Síðan hefur verið slökkt á farsímanum. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst. Samvinnutryggingar og systurfélagið Líftryggingarfélagið Andvaka voru stofnuð af Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga, SÍS fyrir rúmri hálfri öld. Eignarhaldið á þessum tryggingarfélögum var í höndum þeirra sem tryggðu hjá þeim, þ.e. tryggingartakar áttu félögin. En 1989 eru þessu félög sameinuð Brunabótafélaginu og úr verður stórveldið Vátryggingarfélag Íslands, VÍS. Það hefur verið heldur betur líf í þessum leyfum Samvinnuhreyfingarinnar þó svo eiganrhaldið sé ef til vill óljóst. Digrum sjóðum hefur verið beitt í fjárfestingarskyni , meðal annars tók eiganrhaldsfélag Samvinnutrygginga þátt í að eignast Búnaðarbankann sem S-hópurinn svokallaði (vegna tengsla við framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna) fékk að kaupa.. Síðustu fjárfestingar þessa félags, sem fréttnæm þóttu, voru kaup á þriðjungshlut í Icelandair og var Finnur Ingólfsson þar í forsvari. Samkævmt heimildum fréttastofa nema eignir þessara leyfa Samvinnutrygginga tugum milljarða króna, en hver á þær? Sigurður G Guðjónsson spyr þessa í Morgunblaðinu í dag og bendir á að aðalfundur Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga sé á morgun í húsakynnum Mjólkursamsölunnnar. Bendir hann á að að ráða megi af samþykktum félagsins að félagar í eignarhaldsfélaginu séu þeir sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum árið 1987 og 88 og þeir sem voru með lögboðna brunatryggingu 1992 og 1993. En þeir eru ekki boðnir á aðalfundinn á morgun. Fréttastofa náði símtali við Þórólf Gíslasyni, kaupfélagsstjóra í dag en hann er stjórnarformaður Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Gat hann upplýst að það væri 24. manna framkvæmdaráð sem sæti aðalfundinn og engin annar. Ekki gat hann útlistað hvernig þetta 24 manna ráð er valið. Sleit hann símtalinu og bauð fréttamanni að hafa samband við sig síðar í dag til frekari upplýsingagjafar. Síðan hefur verið slökkt á farsímanum.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira