Hver á tugmilljarða eignir Samvinnutrygginga? 14. júní 2007 18:49 Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst. Samvinnutryggingar og systurfélagið Líftryggingarfélagið Andvaka voru stofnuð af Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga, SÍS fyrir rúmri hálfri öld. Eignarhaldið á þessum tryggingarfélögum var í höndum þeirra sem tryggðu hjá þeim, þ.e. tryggingartakar áttu félögin. En 1989 eru þessu félög sameinuð Brunabótafélaginu og úr verður stórveldið Vátryggingarfélag Íslands, VÍS. Það hefur verið heldur betur líf í þessum leyfum Samvinnuhreyfingarinnar þó svo eiganrhaldið sé ef til vill óljóst. Digrum sjóðum hefur verið beitt í fjárfestingarskyni , meðal annars tók eiganrhaldsfélag Samvinnutrygginga þátt í að eignast Búnaðarbankann sem S-hópurinn svokallaði (vegna tengsla við framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna) fékk að kaupa.. Síðustu fjárfestingar þessa félags, sem fréttnæm þóttu, voru kaup á þriðjungshlut í Icelandair og var Finnur Ingólfsson þar í forsvari. Samkævmt heimildum fréttastofa nema eignir þessara leyfa Samvinnutrygginga tugum milljarða króna, en hver á þær? Sigurður G Guðjónsson spyr þessa í Morgunblaðinu í dag og bendir á að aðalfundur Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga sé á morgun í húsakynnum Mjólkursamsölunnnar. Bendir hann á að að ráða megi af samþykktum félagsins að félagar í eignarhaldsfélaginu séu þeir sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum árið 1987 og 88 og þeir sem voru með lögboðna brunatryggingu 1992 og 1993. En þeir eru ekki boðnir á aðalfundinn á morgun. Fréttastofa náði símtali við Þórólf Gíslasyni, kaupfélagsstjóra í dag en hann er stjórnarformaður Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Gat hann upplýst að það væri 24. manna framkvæmdaráð sem sæti aðalfundinn og engin annar. Ekki gat hann útlistað hvernig þetta 24 manna ráð er valið. Sleit hann símtalinu og bauð fréttamanni að hafa samband við sig síðar í dag til frekari upplýsingagjafar. Síðan hefur verið slökkt á farsímanum. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst. Samvinnutryggingar og systurfélagið Líftryggingarfélagið Andvaka voru stofnuð af Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga, SÍS fyrir rúmri hálfri öld. Eignarhaldið á þessum tryggingarfélögum var í höndum þeirra sem tryggðu hjá þeim, þ.e. tryggingartakar áttu félögin. En 1989 eru þessu félög sameinuð Brunabótafélaginu og úr verður stórveldið Vátryggingarfélag Íslands, VÍS. Það hefur verið heldur betur líf í þessum leyfum Samvinnuhreyfingarinnar þó svo eiganrhaldið sé ef til vill óljóst. Digrum sjóðum hefur verið beitt í fjárfestingarskyni , meðal annars tók eiganrhaldsfélag Samvinnutrygginga þátt í að eignast Búnaðarbankann sem S-hópurinn svokallaði (vegna tengsla við framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna) fékk að kaupa.. Síðustu fjárfestingar þessa félags, sem fréttnæm þóttu, voru kaup á þriðjungshlut í Icelandair og var Finnur Ingólfsson þar í forsvari. Samkævmt heimildum fréttastofa nema eignir þessara leyfa Samvinnutrygginga tugum milljarða króna, en hver á þær? Sigurður G Guðjónsson spyr þessa í Morgunblaðinu í dag og bendir á að aðalfundur Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga sé á morgun í húsakynnum Mjólkursamsölunnnar. Bendir hann á að að ráða megi af samþykktum félagsins að félagar í eignarhaldsfélaginu séu þeir sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum árið 1987 og 88 og þeir sem voru með lögboðna brunatryggingu 1992 og 1993. En þeir eru ekki boðnir á aðalfundinn á morgun. Fréttastofa náði símtali við Þórólf Gíslasyni, kaupfélagsstjóra í dag en hann er stjórnarformaður Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Gat hann upplýst að það væri 24. manna framkvæmdaráð sem sæti aðalfundinn og engin annar. Ekki gat hann útlistað hvernig þetta 24 manna ráð er valið. Sleit hann símtalinu og bauð fréttamanni að hafa samband við sig síðar í dag til frekari upplýsingagjafar. Síðan hefur verið slökkt á farsímanum.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira