Fótbolti

Zola telur enska knattspyrnu gjalda fyrir fjölda útlendinga

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Ítalinn Gianfranco Zola telur ástæðuna fyrir því hversu illa enska landsliðinu gengur að vinna titla sé sú að of margir útlendingar spili í úrvalsdeildinni á Englandi. Zola, sem er fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að Ítalir gætu kennt englendingum margt.

Zola segir að ítölsk knattspyrna hafi hagnast mikið á því þegar aðeins þrír erlendir leikmenn máttu spila fyrir hvert lið í ítölsku deildinni á 9. og 10. áratug síðustu aldar. "Þessir leikmenn voru þeir bestu í heiminum og svo var kjarni liðsins Ítalir. Þetta var frábært jafnvægi," sagði Zola.

"Ég held að þetta hafi best sýnt sig með enska landsliðið á HM síðasliðið sumar. Það sást að það var mikil pressa á þeim og þeir gátu ekki höndlað þá pressu. Ítalska liðið var undir jafnmikilli pressu en notaði þá pressu til að spila betur," bætti Zola við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×