Fótbolti

England mætir Eistlandi í E-riðli

AFP ImageForum

England mætir Eistlandi í Tallin í undankeppni EM í kvöld. Mikil pressa er á enska liðinu um að ná úrslitum þar sem liðið hefur ekki riðið feitum hesti í keppninni. Liðið situr í 4 sæti riðilsins með 11 stig eftir 6 leiki.

Eistland hefur ekki skorað mark í keppninni og er með ekkert stig eftir 6 leiki. Aðeins Andorra er fyrir neðan í riðlinum.

Króatía er á toppi riðilsins með 16 stig eftir 6 leiki, en Rússland og Ísrael koma þar á eftir með 14 stig, en Ísrael hefur spilað 7 leiki.

Líklegt byrjunarlið Englands:

Paul Robinson, Wayne Bridge, John Terry, Jamie Carragher, Wes Brown, Joe Cole, Frank Lampard, Steven Gerrard, David Beckham, Peter Crouch, Michael Owen.

Sýn sýnir leik Eistlands og Englands klukkan 20:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×