Fótbolti

Aragones hættir á næsta ári

AFP

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta eftir að samningur hans rennur út eftir EM næsta sumar. Hann tók við liðinu árið 2004 og hefur raunar áður lofað að hætta, en stóð þá ekki við stóru orðin. Aragones hefur verið mjög umdeildur síðan Spánverjar þóttu ná óviðunandi árangri á HM í fyrra.

"Ég hef tilkynnt knattspyrnusambandinu að það ætti að fara að litast um eftir nýjum þjálfara eftir EM á næsta ári og það er líka eðlilegt að breyta til á þeim tímapunkti," sagði hinn 68 ára gamli Aragones í dag.

Spánverjar byrjuðu mjög illa í undankeppni EM að þessu sinni, en hafa náð sér vel á strik með sigri á okkur Íslendingum, Dönum og Lettum. Þeir mæta Liechtenstein í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×