Fótbolti

Crouch og Owen verða í framlínu Englendinga

AFP
Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að það komi í hlut Peter Crouch að leika við hlið Michael Owen í framlínu enska landsliðsins í kvöld þegar það sækir Eista heim í Tallin í kvöld. Þá er reiknað með því að miðvörðurinn Ledley King komi inn í vörnina í stað Jamie Carragher og að Wayne Bridge leysi Nickey Shorey af hólmi í stöðu vinstri bakvarðar. Leikurinn verður sýndur á Sýn klukkan 20:30 í kvöld að loknum leik Svía og Íslendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×