Fótbolti

McClaren hefur ekki áhyggjur af starfi sínu

NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki vera að hugsa um að bjarga starfi sínu þegar enska liðið mætir Eistum í Tallin í undankeppni EM annað kvöld. Enska liðið er í fjórða sæti E-riðilsins, fimm stigum á eftir efsta liðinu Króatíu, og fullyrt er að McClaren verði rekinn ef lið hans vinnur ekki sigur í leiknum.

"Ég skil að fólk sé að hugsa um þetta en ég er ekkert að hugsa um framtíð mína í starfi á þessari stundu. Það eina sem ég hugsa um er að vinna þennan knattspyrnuleik. Þolinmæði er lykilorðið í þessu sambandi og ég mun ítreka það fyrir leikmönnum mínum líkt og stuðningsmönnunum. Ég veit að lið Eista verður mjög þétt fyrir fyrstu 20-25 mínúturnar í leiknum og það er mikilvægt fyrir okkur að byrja vel. Við megum þó ekki missa okkur í óþolinmæði þó við náum ekki að brjóta þá á bak aftur strax," sagði McClaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×