Varað við Yasmín pillunni í Danmörku 4. júní 2007 18:55 Læknar í Danmörku vara við notkun Yasmin getnaðarvarnarpillunnar vegna hættu á blóðtappa. Rekja má tvö dauðsföll ungra kvenna þar í landi beint til pillunnar. Um 1700 íslenskar konur nota hana sem getnaðarvörn. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Dags Dato á dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 í gær. Greint var frá því að hátt í í sjö hundruð danskar konur eigi við alvarleg heilsuvandamál að stríða vegna notkunar á getnaðarvarnarpillum. Aukaverkanirnar geta verið mismunandi en ein sú alvarlegasta er blóðtappi sem getur dregið konur til dauða. Grunur leikur á að getnaðarvarnarpillan Yasmín valdi meiri aukaverkunum en aðrar pillur. Talið er að dauða tveggja kvenna undir tvítugu í Danmörku nýlega megi rekja beint til Yasmín pillunnar. Á síðustu fimm árum hafa 10 stúlkur undir tvítugu sem notuðu Yasmín pilluna verið lagðar inn á Esbjerg spítala í suður Danmörku vegna blóðtappa í lungum. Yasmín pillan er vinsælust meðal yngri kvenna þar í landi og hefur verið auglýst að hún valdi ekki þyngdaraukningu. Louise Nilsen fékk blóðtappa 24 ára gömul fyrir fjórum árum og var nær dauða en lífi. Blóðtappinn var rakinn til Yasmín pillunnar. Þýska lyfjafyrirtækið Bayer Schering sem framleiðir Yasmín pilluna segir ekkert í henni sem ætti að auka hættu á blóðtappa en fyrirtækið neitaði viðtali við fréttaskýringaþáttinn Dags Dato í tengslum við málið. Um 1700 íslenskar konur nota Yasmín pilluna. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir pillunni hér á landi segja engar tilkynningar hafa borist vegna alvarlegra aukaverkana hjá íslenskum konum. Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Læknar í Danmörku vara við notkun Yasmin getnaðarvarnarpillunnar vegna hættu á blóðtappa. Rekja má tvö dauðsföll ungra kvenna þar í landi beint til pillunnar. Um 1700 íslenskar konur nota hana sem getnaðarvörn. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Dags Dato á dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 í gær. Greint var frá því að hátt í í sjö hundruð danskar konur eigi við alvarleg heilsuvandamál að stríða vegna notkunar á getnaðarvarnarpillum. Aukaverkanirnar geta verið mismunandi en ein sú alvarlegasta er blóðtappi sem getur dregið konur til dauða. Grunur leikur á að getnaðarvarnarpillan Yasmín valdi meiri aukaverkunum en aðrar pillur. Talið er að dauða tveggja kvenna undir tvítugu í Danmörku nýlega megi rekja beint til Yasmín pillunnar. Á síðustu fimm árum hafa 10 stúlkur undir tvítugu sem notuðu Yasmín pilluna verið lagðar inn á Esbjerg spítala í suður Danmörku vegna blóðtappa í lungum. Yasmín pillan er vinsælust meðal yngri kvenna þar í landi og hefur verið auglýst að hún valdi ekki þyngdaraukningu. Louise Nilsen fékk blóðtappa 24 ára gömul fyrir fjórum árum og var nær dauða en lífi. Blóðtappinn var rakinn til Yasmín pillunnar. Þýska lyfjafyrirtækið Bayer Schering sem framleiðir Yasmín pilluna segir ekkert í henni sem ætti að auka hættu á blóðtappa en fyrirtækið neitaði viðtali við fréttaskýringaþáttinn Dags Dato í tengslum við málið. Um 1700 íslenskar konur nota Yasmín pilluna. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir pillunni hér á landi segja engar tilkynningar hafa borist vegna alvarlegra aukaverkana hjá íslenskum konum.
Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira