Aðstæður á Kárahnjúkum „hræðilegar“ Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. maí 2007 15:37 Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum. Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum.
Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira