Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.
Ástand mannsins er að sögn lögreglu stöðugt, en hann var meðvitundarlaus þegar að var komið.