Innlent

Jón Ásgeir í lúxuspallborði Financial Times

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs
Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs MYND/Markaðurinn, Vilhelm Gunnarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs verður í pallborði á ráðstefnu um munaðarvörur-, þjónustu- og lúxus í júní. Það er dagblaðið Financial Times sem á veg og vanda að ráðstefnunni. Hún verður haldin í Feneyjum 3-5 júní næstkomandi. Yfirskrift hennar er Gamall munaður á nýjum mörkuðum; Nýr munaðir í gamla heiminum, eða „Old Luxury in New Markets; New Luxury in the Old World."

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru aðilar frá fjármálafyrirtækinu Morgan Stanley, demantamiðlurunum Van Cleef & Arpels og forstjórar ýmissa  alþjóðahátískufyrirtækja, svo sem Gucci, Diesel, Chloe og Marni, auk Philippe Starck, hönnuðarins heimsfræga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×