Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju 30. apríl 2007 19:06 Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira