SAS flugfélagið hefur tilkynnt að það tali ekki við flugfreyjur sínar, meðan þær séu í ólöglegu verkfalli. Viðræður hefjist fyrst þegar þær komi aftur til vinnu. Félagið hefur skrifað hverri flugfreyju bréf þar sem henni er gert að skila inn einkennisbúningi sínum. Flugfreyjurnar hunsuðu í gær fyrirmæli vinnumarkaðsdómstóls um að hefja vinnu á nýjan leik.
SAS hefur þurft að aflýsa rúmlega 550 flugferðum síðan verkfallið hófst á þriðjudag. Ferðaáætlanir tugþúsunda farþega hafa raskast af þessum sökum. Öngþveiti er á Kastrup-flugvelli vegna þessa.