Fótbolti

Houllier áfram hjá Lyon á næstu leiktíð

MYND/Reuters

Geard Houllier verður áfram knattspyrnustjóri franska liðsins Lyon á næstu leiktíð, að því er stjórnarformaður félagins segir í samtali við franska íþróttablaðinu L'Equipe í dag.

Lyon er á góðri leið með að tryggja sér sjötta meistaratitilinn í röð í Frakklandi þar sem liðið hefur 17 stiga forystu í frönsku deildinni. Hins vegar hafa verið vangaveltur um framtíð Houlliers þar sem Lyon féll úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu auk þess sem liðið tapaði fyrir Bordeaux í úrslitum bikarkeppninnar.

Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður félagsins, sagði hins vegar ljóst að Houllier væri ekki á förum frá félaginu. Þá sagðist hann einnig búast við því að tveir af bestu mönnum liðsins, markvörðurinn Gregory Coupet og miðjumaðurinn Juninho, yrði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×