Fótbolti

Theódór Elmar kom ekkert við sögu

Theódór Elmar Bjarnason, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, sat á varamannabekknum hjá Celtic allan leiktímann og kom ekkert við sögu þegar liðið sigraði Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var í fyrsta sinn sem Theódór er í leikmannahóp skosku meistaranna en á meðal þeirra sem voru í félagsskap hans á bekknum var danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×