Fótbolti

Ribery má fara frá Marseille

Franck Ribery er eftirsóttur.
Franck Ribery er eftirsóttur. MYND/Getty

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur greint frá því að hann hafi náð samkomulagi við stjórnarformann Marseille um að hann megi yfirgefa liðið í sumar. Talið er að fjölmörg lið munu beina sjónum sínum að Ribery í ljósi þessara yfirlýsinga leikmannsins, til dæmis Arsenal, Manchester United, Bayern Munchen og Real Madrid.

Ribery vill spila með liði í Meistaradeildinni en nokkuð ljóst er að þangað mun Marseille ekki komast miðað við stöðu liðsins í frönsku deildinni um þessar mundir. Talið er að Marseille muni vilja fá að minnsta kosti 1,5 milljarð fyrir Ribery, sem er sókndjarfur miðjumaður og sló í gegn á HM í Þýskalandi síðasta sumar.

“Ekkert félag hefur haft beint samband við mig,” sagði hinn 24 ára gamli Frakki. “Ef umboðsmaður minn eða félagið fá einhverjar fyrirspurnir þá vil ég ekki fá að vita af því fyrr en eftir tímabilið. En mér hefur verið gefið leyfi frá yfirmönnum félagsins til að fara. Ég treysti því að þeir standi við orð sín,” bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×