Innlent

Íslandshreyfingin - lifandi land kynnir framboð sitt í dag

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson Mynd/GVA

Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir munu í dag kynna framboð sitt til Alþingis á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Fram kemur í fréttatilkynningu að framboðið hafi hlotið nafnið „Íslandshreyfingin - lifandi land" og hafi verið úthlutað listabókstafnum I. Áherslumál framboðsins verða kynnt á fundinum en áætlað er að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fundurinn verður sem fyrr segir í Þjóðmenningarhúsinu og hefst klukkan tvö síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×