Óeirðir í Ungverjalandi 16. mars 2007 12:30 Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. Ungverjar fögnuðu í gærkvöldi skammvinnu sjálfstæði Ungverjalands árið 1848. Mótmæli gegn ríkisstjórinni voru einnig haldin og blönduðust þau við fund öfgasinna og kynþáttahatar. Þar var fasistafánum flaggað og slagorð hrópuð. Meðal ræðumanna var David Irving, breskur sagnfræðingur sem hefur afneitað helför gyðinga. Hátíðar- og fundarhöld í borginni fóru friðsamlega fram þar til uppúr sauð þegar leiðtogi þjóðernissinna, Gyorgy Budahazy, var handtekinn. Hann var einn höfuðpauranna að baki uppþotum í fyrra og hafi farið hultu höfði síðan þá. Lögregla þurfti að nota táragas og vatnsdælur til að halda aftur af um þúsund snoðhausum og öfgamönnum sem létu grjóti rigna yfir lögreglu. Fimm til átta hundruð manna hópur úr röðum æsingamanna reyndi að brjóta sér leið í gegnum girðingar lögreglu og að Budahazy. Aðrir mótmælendur létu sér örlög Budahazys í léttu rúmi liggja og kröfuðst frekar afsagnar Ferencs Gyurcsanys, forsætisráðherra. Mótmælendur úr þeirra hópi höfðu fjölmennt á samkomu þar sem ráðamenn voru viðstaddir. Þar létu þeir í sér heyra og héldu því áfram fram eftir kvöldi. Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórn Ungverjalands hækkað skatta og þjónustugjöld. Dýrara er fyrir námsmenn að fara í háskóla og fjárframlög til ýmissa atvinnugreina hafa verið lækkuð. Gyurcsany hefur verið í vandræðum síðan í september síðastliðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa logið um efnahag landsins til að tryggja það að stjórn hans héldi velli í þingkosningum í apríl í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. Ungverjar fögnuðu í gærkvöldi skammvinnu sjálfstæði Ungverjalands árið 1848. Mótmæli gegn ríkisstjórinni voru einnig haldin og blönduðust þau við fund öfgasinna og kynþáttahatar. Þar var fasistafánum flaggað og slagorð hrópuð. Meðal ræðumanna var David Irving, breskur sagnfræðingur sem hefur afneitað helför gyðinga. Hátíðar- og fundarhöld í borginni fóru friðsamlega fram þar til uppúr sauð þegar leiðtogi þjóðernissinna, Gyorgy Budahazy, var handtekinn. Hann var einn höfuðpauranna að baki uppþotum í fyrra og hafi farið hultu höfði síðan þá. Lögregla þurfti að nota táragas og vatnsdælur til að halda aftur af um þúsund snoðhausum og öfgamönnum sem létu grjóti rigna yfir lögreglu. Fimm til átta hundruð manna hópur úr röðum æsingamanna reyndi að brjóta sér leið í gegnum girðingar lögreglu og að Budahazy. Aðrir mótmælendur létu sér örlög Budahazys í léttu rúmi liggja og kröfuðst frekar afsagnar Ferencs Gyurcsanys, forsætisráðherra. Mótmælendur úr þeirra hópi höfðu fjölmennt á samkomu þar sem ráðamenn voru viðstaddir. Þar létu þeir í sér heyra og héldu því áfram fram eftir kvöldi. Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórn Ungverjalands hækkað skatta og þjónustugjöld. Dýrara er fyrir námsmenn að fara í háskóla og fjárframlög til ýmissa atvinnugreina hafa verið lækkuð. Gyurcsany hefur verið í vandræðum síðan í september síðastliðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa logið um efnahag landsins til að tryggja það að stjórn hans héldi velli í þingkosningum í apríl í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira