Enski boltinn

Crouch í nefaðgerð

Peter Crouch, leikmaður Liverpool, fór í dag í aðgerð vegna nefbrots sem hann hlaut í sigurleik gegn Sheffield United fyrir tæpum tveim vikum og missir því að landsleikjum Englands gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM.

Þá missir hann jafnframt af tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni vegna þessa, gegn Aston Villa og Arsenal. Hins vegar er búist við því að hann verði orðinn klár þegar Liverpool mætir PSV Eindhoven í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í byrjun aprílmánaðar.

Crouch nefbrotnaði þegar Rob Hulse sparkaði óvart í nefið á honum í leik Liverpool og Sheffield United. Hann var að íhuga að fresta aðgerð vegna þessa fram á sumar en hætti við það og fór undir hnífinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×